Jón Björn forseti bæjarstjórnar - Jens Garðar formaður bæjarráðs

ImageJón Björn Hákonarson, oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, verður næsti forseti bæjarstjórnar og Jens Garðar Helgason, oddviti sjálfstæðismanna, formaður bæjarráðs. Listarnir hafa náð saman um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Auglýst verður eftir bæjarstjóra.

 

Lesa meira

Góður gangur í viðræðum í Fjarðabyggð

ImageSjálfstæðismenn og framsóknarmenn ætla að halda viðræðum um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar áfram í dag. Fyrsti formlegi fundurinn var í gær og segir Jens Garðar Helgason, oddviti sjálfstæðismanna, að "góður gangur sé kominn í viðræðurnar. Fundurinn í kvöld var gagnlegur og viðræður flokkanna halda áfram á morgun."

Oddvitinn Ólafur tekur ekki sæti í sveitarstjórn Vopnafjarðar

Ólafur Ármannsson, sem leiddi K-listann í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í Vopnafjarðarhreppi, hefur látið af því embætti og ætlar ekki að taka sæti í nýrri sveitarstjórn. Hann segir umræðuna eftir kosningar hafa snúist um persónu hans og sé illa særður. Því vilji hann ekki koma í veg fyrir þá samstöðu sem hugsanlega sé hægt að ná í sveitarstjórn á kjörtímabilinu.

 

Lesa meira

Ekki margar útstrikanir á Seyðisfirði

Aðeins 24 útstrikanir voru á kjörseðlum vegna bæjarstjórnarkosningarinnar á Seyðisfirði um síðustu helgi.  Flestar af þeim eða 15 voru hjá Sjálfstæðisflokknum.

Lesa meira

Ekki margar útstrikanir á Fljótsdalshéraði

Ekki voru áberandi margar útstrikanir á kjörseðlum á Fljótsdalshéraði í Sveitarstjórnarkosningunum á dögunum.  Flestar voru þær þó hjá Sjálfstæðisflokknum.

Lesa meira

Sjómannadagsblað Austurlands 2010 er komið út

Það er 16. árgangur Sjómannadagsblaðs Austurlands sem nú lítur dagsins ljós og er um 90 blaðsíður að stærð. Hátt á annað hundrað nýrra og gamalla ljósmynda prýða blaðið en efnið tengist sjómennsku og útgerð á Austurlandi, fyrr og síðar.

Lesa meira

Hreinsunarstarf í fullum gangi í Fellabakaríi

Hreinsunarstarf stendur nú yfir af fullum krafti í Fellabakaríi.  Björgvin Kristjánsson bakari einn eigenda fyrirtækisins vonar að hægt verði að byrja að baka aftur á föstudaginn.

Lesa meira

Úrslitin ákall um breytingar

Sigrún Harðardóttir, sem var í öðru sæti Á-listans á Fljótsdalshéraði, segir úrslit kosninganna í sveitarfélaginu þýða að kjósendur vilji breytingar. Meirihlutinn féll og hefjast formlegar meirihlutaviðræður milli Á-listans og Framsóknarflokksins í kvöld.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar