Færsla Hringvegar verður skoðuð enn frekar

vegaframkv_web.jpgVegagerðin skoðar hvort færa eigi þjóðveg númer eitt, Hringveginn, frá Breiðdalsheiði og Skriðdal yfir á Suðurfjarðaleið og Fagradal. Bæjarráð Fjarðabyggðar hvetur til þess en bæjarráð Fljótsdalshéraðs leggst gegn því.

 

Lesa meira

Geta aftur drukkið vatn úr krana

skrida_bulandsa__2_.jpgÍbúar Djúpavogs geta á ný drukkið rennandi vatn. Starfsmönnum hreppsins tókst í gær að gera við skemmdir sem urðu á vatnsveitunni fyrir helgi þegar aurskriða féll á hana. Sveitarstjórinn segir skemmdirnar umtalsverðar.

 

Lesa meira

Mikil úrkoma og vatnavextir á Fáskrúðsfirði

Það var óhemju mikil rigning í gær á Fáskrúðsfirði og uppsöfnuð sólarhringsúrkoma nær 140 millimetrar samkvæmt upplýsingum Veðurstofu.  Ekki eru fréttir af verulegum skemmdum, þó grafið hafi frá einhverjum ræsum.

Lesa meira

Telja ekki forsendur til að flytja Hringveginn

vegaframkv_web.jpgBæjarráð Fljótsdalshéraðs telur ekki forsendur til að flytja þjóðveg eitt frá Breiðdalsheiði og Skriðdal niður á Suðurfjarðaveg og Fagradal eins og bæjarráð Fjarðabyggðar vill. Ráðið telur að ávallt eigi að skilgreina Hringveginn sem stystu leið milli landshluta og hvergi verði gefið eftir á öryggiskröfum.

 

Lesa meira

Vilja Hringveginn um firði

Bæjarráð Fjarðabyggðar vill að þjóðvegur númer eitt, Hringvegurinn, verði skilgreindur um Suðurfjarðaveg og Fagradal í stað Breiðdalsheiðar og Skriðdals eins og er í dag.

 

Lesa meira

Nýtt gistihús á Egilsstöðum

Lyngás Guesthouse er nýtt vinalegt hostel gistihús í hjarta Eglisstaða.  Lyngás er til húsa það sem Pitza 67 var á árum áður. 

Lesa meira

Hyggst höfða skaðabótamál gegn HSA vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðandi ummæla

hannes_sigmarsson_jpg_280x800_q95.jpgHannes Sigmarsson, fyrrverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Fjarðabyggð, undirbýr skaðamótamál á hendur stofnuninni vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðandi. Hann var eini umsækjandinn um stöðu læknis hjá HSA í Fjarðabyggð en framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir ekki koma til greina að ráða Hannes.

 

Lesa meira

Mikið auglýst eftir starfsfólki

vinnumalastofnun_egilsstodum.jpgAtvinnuástand á Austurlandi virðist skána með hverjum mánuðinum sem líður, ef marka má atvinnuauglýsingar í fjórðungnum. Í auglýsingapésanum Dagskránni sem dreift er í hvert hús á Austurlandi fjölgar atvinnuauglýsingum talsvert. Á fimmtudaginn síðasta birtust 10 auglýsingar þar sem auglýst er eftir fólki til starfa. Í sumum þeirra er auglýst eftir óræðum fjölda starfsmanna. Ekki er víst að svo margar atvinnuauglýsingar hafi birst í sömu viku á Austurlandi síðan fyrri hluta ársins 2008.

 

 

Lesa meira

Opnaði bóka og netkaffihús á Hlöðum í Fellabæ

Gréta Sigurjónsdóttir opnaði í gær nýtt kaffihús Bókakaffi, í húsnæði gömlu Bókabúðarinnar á Hlöðum í Fellabæ.  Þar er hægt að líta í gamlar bækur yfir kaffinu nú eða fara á netið og kaupa sér gamla og góða bók til að taka með sér heim.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.