Rafmagnslaust á Breiðdalsvík

breiddalsvik2008Rafmagnslaust hefur verið í Breiðdal og Breiðdalsvík frá því um klukkan hálf þrjú í dag. Bilun er í aðveitustöð við Ormsstaði í Breiðdal.

Lesa meira

Vindmælirinn í Hamarsfirði gaf sig

hamarsfjordur vindmaelir 14122014Vindmælirinn í Hamarsfirði gaf sig upp úr hádegi eftir að hafa mælt vindhviðu upp á 68 m/s. Bálhvasst er enn á svæðinu og ófært.

Lesa meira

Ekki talið að kveikt hafi verið í af ásettu ráði

seydisfjordur april2014 0006 webLögreglan telur að ekki hafi verið um að ræða íkveikju af ásettu ráði þegar eldur kom upp í timburgámi við Post Hostel á Seyðisfirði aðfaranótt miðvikudags. Skjót viðbrögð á staðnum skiptu sköpum.

Lesa meira

Veðurteppt í skólanum örstutt frá heimilinu

ingunn snaedal webIngunn Snædal, kennari í Brúarásskóla í Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði, er veðurteppt í skólanum sem stendur rétt við heimili hennar. Hún segir aftakaveður á svæðinu.

Lesa meira

Fáni Valaskjálfar afhentur sveitafélaginu

Fani valaskjalf1. desember síðastliðinn afhentu þau Edda Björnsdóttir, Jóhann Gísli Jóhannsson og Ólöf Ólafsdóttir sveitarfélaginu til varðveislu fána, sem byggingarnefnd Valaskjálfar gaf eigendum hússins við vígslu þess árið 1966. Fáninn hefur verið í reiðileysi undanfarin ár þar til Edda fann hann, hreinsaði og hefur varðveitt síðan.

Lesa meira

„Börnin eru velkomin í skólann ef þið treystið þeim út í veðrið“

fellaskoli 15122014Skólahaldi hefur verið aflýst nú þegar í minnst sjö grunnskólum á Austurlandi og þremur leikskólum. Foreldrum er í sjálfsvald sett hvort þeir senda börn í leikskólana í þéttbýlinu á Egilsstöðum og í Fellum en þar hefur starfsfólk átt erfitt með að komast til vinnu.

Lesa meira

Lokað yfir Fjarðarheiði og Fagradal

bjsveitin herad fdalur lokad 11120214Vegunum yfir Fjarðarheið og Fagradal hefur verið lokað vegna ófærðar og illviðris. Ökumenn hafa lent þar í miklum vandræðum í morgun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar