Búið er að slátra um 40 ómerktum kindum sem komu fram í göngum í Loðmundarfirði. Matvælastofnun fór fram á aðgerðina eftir að ábendingum stofnunarinnar var ekki sinnt.
Hátt í 50 manns úr björgunarsveitum á Austurlandi og höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í að bjarga manni, sem var í sjálfheldu, og félaga hans niður af Ófeigsfjalli fyrir ofan Eskifjörð á mánudag.
Íbúar á Hallormsstað hafa undanfarna tvo daga orðið varir við fíngert ryk sem fallið hefur á bíla. Almannavarnir eru með málið til skoðunar en eru ekki reiðubúin að staðfesta hvort um öskufall sé að ræða.
Árlega taka miljónir barna þátt í Göngum í skólann-verkefninu í yfir fjörtíu löndum víðsvegar um heim. Ísland tekur nú þátt í áttunda sinn og eru þó nokkrir skólar á Austurlandi með.
Veruleg mengun var á Reyðarfirði í dag af völdum brennisteinsdíoxíðs úr Holuhrauni og Umhverfisstofnun hvetur fólk til að vera á varðbergi. Tveir nýir mælar hafa verið settir upp.
Makrílveiðin hjá skipunum sem landa til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hefur gengið vel að undanförnu. Seinni partinn í gær var Bjarni Ólafsson AK í höfn að aflokinni löndun, Börkur NK var að veiðum og Beitir NK að landa.
Jarðfræðingur telur að verði gjóskugos í Bárðarbungukerfinu séu talsverðar líkur á að gjóskan dreifist í nokkrum mæli yfir Austurland miðað við fyrirliggjandi vitneskju um eldri atburði. Hann beinir því til manna að huga að hugsanlegum vörnum ef kemur til gjóskugoss.