Náðum lágmarkinu
Cecil Haraldsson, oddiviti lista vinstri grænna á Seyðisfirði, segir listann hafa náð því lágmarki sem hann setti sér, að koma að manni. Flokkurinn bauð ekki fram í eigin nafni annars staðar á Austurlandi.
Cecil Haraldsson, oddiviti lista vinstri grænna á Seyðisfirði, segir listann hafa náð því lágmarki sem hann setti sér, að koma að manni. Flokkurinn bauð ekki fram í eigin nafni annars staðar á Austurlandi.
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Héraðslistans á Fljótsdalshéraði er fallinn. Fækkað er um tvo fulltrúa í bæjarstjórn og sú fækkun er á kostnað Sjálfstæðisflokksins sem fer úr þremur bæjarfulltrúm í einn.
Elvar Jónsson, oddviti Fjarðalistans, segir úrslitin í Fjarðabyggð í takt við landið í heild þar sem sitjandi meirihlutar féllu víða. Svo fór ekki í Fjarðabyggð en Elvar segir samt eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn, sem er orðinn fjölmennastur í bæjarstjórn, leiði meirihlutaviðræður.
Talningu atkvæða er lokið á Vopnafirði. Framsóknarflokkurinn fékk flest atkvæði þar og Félagshyggjufólk næstflest. Þessir tveir listar stóðu saman að framboði seinast og hafa verið með meirihluta.
Forsvarsmenn Framsóknarflokksins og Á-listans munu hittast á morgun á formlegum fundi um myndun meirihluta í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði. Þetta staðfesti Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins, í samtali við Agl.is í kvöld.
Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði, segir að úrslit sveitarstjórnarkosninganna í sveitarfélaginu, vera skilaboð um að kjósendur vilji að flokkurinn leiði nýjan meirihluta í sveitarfélaginu.
Sjálfstæðisflokkurinn, sem var með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Seyðisfjarðar á því kjörtímabili sem er að ljúka, tapar einum manni og þar með meirihlutanum.
Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn stærstur í bæjarstjórn Fjarðabyggðar eftir að flokkurinn fékk fjóra menn kjörna. Fjarðalistinn tapaði manni. Minni kjörsókn en í síðustu kosningum vekur athygli en hún var 73,25%, tæpum 7 prósentustigum minni en við seinustu kosningar.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.