Flugvöllurinn á Egilsstöðum sá eini sem er opinn

Flugvöllurinn á Egilsstöðum er nú eini alþjóðlegi flugvöllurinn á Íslandi sem er opinn fyrir umferð. Flugvöllunum í Keflavík, Reykjavík og á Akureyri hefur verið lokað eftir að eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi seint í gærkvöldi.

 

Lesa meira

Héraðslistinn, 20 þátttakendur í forvali

Samtök félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði, Héraðslistinn, efna til opins forvals, vegna sveitarstjórnarkosninga 29. maí næstkomandi. Forvalið fer fram dagana 25-27 mars.

Lesa meira

Elvar leiðir Fjarðalistann

Elvar Jónsson, kennari í Neskaupstað, leiðir lista Fjarðalistans í komandi sveitastjórnarkosningum. Smári Geirsson, fráfarandi bæjarfulltrúi, skipar heiðurssætið. Konur eru í meirihluta á framboðslistanum.

 

Lesa meira

Skoðanakönnun hjá sjálfstæðismönnum á Fljótsdalshéraði

Sjálfstæðismenn á Fljotsdalshéraði hafa ákveðið að standa fyrir skoðanakönnun við uppstillingu á framboðslista flokksins vegna sveitarstjórnakosninganna í vor. Viðhaft verður sama form og við skoðanakönnunina hjá Sjálfstæðismönnum í Fjarðabyggð. 11 gefa kost á sér.

Lesa meira

Sýndu snarræði og björguðu lífi sjö ára drengs

Guðlaugur Haraldsson og Kristján Vigfússon björguðu á laugardag lífi sjö ára drengs sem varð undir grjóti í Grjótá í Eskifirði. Eftir nokkrar tilraunir náðist drengurinn upp úr ánni, helblár og meðvitundarlaus.

 

Lesa meira

Nýr framkvæmdastjóri ráðinn til UÍA

Stjórn UÍA auglýsti eftir framkvæmdastjóra nú á dögunum. Alls bárust 8
umsóknir og tók stjórn UÍA þá ákvörðun að ráð Hildi Bergsdóttur í starfið.

Lesa meira

Skora á þingmenn að hysja upp um sig buxurnar

Stjórn AFLs skorar á þingmenn og stjórnvöld og hysja upp um sig buxurnar og grípa strax til úrræða í efnahagsmálum til að kreppan verði ekki enn dýpri. Annars sé tilvera þeirra á þingi „tilgangslaus og nauðsyn að skipta þeim út fyrir aðra sem ekki eru eins verkfælnir.“

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.