Lundanum lýkur á morgun

„Þetta hefur gengið mjög vel og vakið athygli. Jafnframt höfum við notið mikils og góðs stuðnings hér í þorpinu,“ segir Elín Elísabet Einarsdóttir annar af höfundum fyrstu lundabúðar landsins þar sem varningurinn er framleiddur innan um sjálfa fyrirmyndina. 

Lesa meira

Vilja endurheimta virðingu lundans

Fyrsta lundabúð landsins, þar sem varningurinn er framleiddur innan um fyrirmyndina, verður opnuð á Borgarfirði eystra í dag. Verslunareigendurnir segjast vilja endurheimta virðingu lundans sem fengið hafi neikvætt umtal síðustu ár.

Lesa meira

„Sauðkindin er táknmynd Íslands“

Í sumar hefur matarvagninum Fancy Sheep, sem þýða mætti sem „Fína kindin“ verið starfræktur á Seyðisfirði. Rekstraraðilar vagnsins segjast hafa hrifist af íslensku sauðkindinni á ýmsan hátt.

Lesa meira

Stuttmyndakvöld í Sláturhúsinu

Átta stuttmyndir eftir sex austfirska kvikmyndargerðamenn verða sýndar í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Skipuleggjandi segir tækifæri vera til að koma á framfæri myndum eftir efnilegt kvikmyndagerðarfólk af svæðinu.

Lesa meira

Hvetja Seyðfirðinga til að hýrast heima

Fjöldaganga verður ekki gengin á Seyðisfirði í tilefni Hinsegin daga eins og undanfarin ár vegna samkomutakmarkana. Skipuleggjendur göngunnar láta þó ekki deigan síga og hvetja bæjarbúa til að fagna fjölbreytileikanum heima hjá sér.

Lesa meira

Lionsfélagar söfnuðu fyrir „Frelsinu“

Félagar í Lionsklúbbi Seyðisfjarðar afhentu nýverið íbúa á Seyðisfirði torfæruhjólastól til afnota. Markmiðið var að auðvelda honum ferðir bæði innanbæjar og utan.

Lesa meira

Minna á að Egilsstaðir eru hreindýrabærinn

Útilistaverk af hreindýrstarfi, sem komið hefur verið fyrir á klettunum beint ofan við tjaldsvæðið á Egilsstöðum, var fyrir viku formlega afhent sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði. Aðstandendur verksins vonast til að það verði gestum og íbúum til yndisauka og auki athygli á bænum.

Lesa meira

Uppskerutími hjá LAust

Í sumar hafa 14 ungmenni verið starfandi við listsköpun á vegum Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar undir merkjum LAust. Nú líður að uppskerutíma starfsins og hefst hann með sérstakri hátíð í dag.

Lesa meira

Kvöldverður á Nesi í fyrsta sinn á Eskifirði

Hljómsveitin Kvöldverður á Nesi frá Neskaupstað kemur saman á ný til að halda tónleika á Eskifirði. Hljómsveitin er ein af þeim sem aldrei hefur hætt þótt vart sé hægt að segja að hún hafi verið virki í meira en 30 ár. Hljómsveitin þótt með efnilegri sveitum Austurlands í byrjun níunda áratugarins en hún var upphaflega mynduð til að spila á því sem hljómsveitarmeðlimir lýstu sem „snobbkvöld.“

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar