Á Djúpavogi var á dögunum haldið námskeið fyrir íbúa í þeim tilgangi að hjálpa þeim að líða betur og vera glaðari. Greta Mjöll Samúelsdóttir atvinnu- og menningarmálafulltrúi segir mikilvægt að velja að dvelja í gleðinni.
Kvenfélagskonur úr Nönnu í Neskaupstað færðu nýverið fæðingadeild Sjúkrahússins í Neskaupstað þrjár nýburavöggur að gjöf. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir kærkomið að fá nýju vöggurnar sem komi vagga sem hafi tekið á móti fjölda Austfirðinga.
Áform um sérstök samfélags-svín sem lausn í sorphirðumálum á Borgarfirði eystra hafa vakið nokkra athygli síðustu daga. Helgi Hlynur Ásgrímsson sem fer fyrir verkefninu á Borgarfirði er í yfirheyrslu vikunnar.
Tónverkið O eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur hefur verið tilnefnt til þátttöku á Alþjóðlega tónskáldaþinginu Rostrum of composers. Ingibjörg er í yfirheyrslu vikunnar.
Móðir króatíska keppandans í Evrópusöngvakeppninni er bjartsýn á velgengi sonar síns þegar hann stígur á svið í seinni undanúrslitum keppninnar í kvöld. Sá er fulltrúi Austurlands í keppninni í ár því móðir hans býr í fjórðungnum.
Eitt og annað er um að vera á Austurlandi um helgina. Á Eskifirði stendu B-myndahópur Kvikmyndasýningafélags Austurlands fyrir bíósýningu á laugardagskvöld.