„Maður telur sig alltaf alveg ósigrandi“

„Ég fann að ég var ekki lengur með þá stjórn sem ég vildi hafa og að eitthvað var að klárast af birgðunum. Ég náði sem betur fer að átta mig fljótt á því hvað væri að gerast en það er ekki alltaf sem maður fær viðvörun um það,“ segir Reyðfirðingurinn Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, um tímann sem hún stóð á barmi kulnunar eftir langa og stranga vinnutörn. Ásta Kristín var í opnuviðtali síðasta Austurglugga.

Lesa meira

Framtíðarráðgjafi á veturna og vörubílstjóri á sumrin

Vöruhönnuðurinn Helga Jósepsdóttir frá Eskifirði hefur að undanförnu starfað sem framtíðarráðgjafi við IED háskólann í Madrid á Spáni. Á sumrin skiptir hún hins vegar alveg um gír og keyrir trukka hjá Malbikun Akureyrar.

Lesa meira

Ungur steinasafnari fann tíkall frá árinu 1897

„Ég ætlaði að fara að selja steina en fannst þeir svo flottir að ég ætla ekki að gera það, bara að opna safn,“ segir Emil Halldórsson, sjö ára steinaáhugamaður sem opnaði steinasafn að Sellátrum við Eskifjörð í gær.

Lesa meira

„Ég er viss um að veðurguðirnir eru franskir"

„Í ár verðum við í fyrsta skipti í langan tíma með dagskrá á sunnudeginum, helgistund í kirkjunni, fjölskyldustund á Búðartúninu og félagsvist seinnipartinn,“ segir María Óskarsdóttir, formaður undirbúningsnefndar Franskra daga á Fáskrúðsfirði sem settir verða á fimmtudaginn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar