


1700 fermetra jólamarkaður
Söluaðilar á jólamarkaði Barra hafa seinni partinn í dag verið að setja upp bása sína fyrir markaðinn á morgun. Þeir koma af svæðinu allt frá Skagafirði í norðri að Hornafirði í suðri.Tæpar fjórar milljónir austur í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands
Fjögur verkefni sem beinlínis tengjast Austurlandi eru meðal þeirra sem hljóta styrki úr sérstökum sjóði sem settur var á fót til að fagna 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Austurbrú er meðal þeirra sem fá hæstu styrkina.
Gerði heimildamynd um Fransmenn á Íslandsmiðum: Sökk alltaf dýpra og dýpra í söguna
Gísli Sigurgeirsson hefur sent frá sér heimildamyndina Allabaddarí fransí biskví um veiðar Frakka við Íslandsstrendur og uppbyggingu Franska spítalans á Fáskrúðsfirði. Hann segir sögu Frakkanna merka en takmarkað fari fyrir henni í Íslandssögunni.
Skiptir fyrirtækin að vera jákvæð gagnvart starfsnemum
Fyrirtæki á Fljótsdalshéraði voru meðal þeirra sem nýverið tóku þátt í evrópska fyrirmyndardeginum þar sem fyrirtæki og stofnanir bjóða atvinnuleitendum með skerta starfsgetu til sín hluta úr degi. Verslunarrekandi segir að fyrirtæki verði að vera jákvæð gagnvart þjálfun starfsmanna.
„Ég er mjög sáttur með útkomuna“
Guðmundur Rafnkell Gíslason á Norðfirði var að senda frá sér sína aðra sólóplötu á dögunum, en hún ber nafnið Þúsund ár. Að austan á N4 leit við á útgáfutónleikum hans.
Brugga jólabjór með grenibragði: Vildum gera eitthvað sem ekki væri á markaðinum
Brugghús Austra í Fellabæ hefur sent frá sér sinn fyrsta jólabjór. Hann sker sig nokkuð úr á markaðinum því hann er með grenibragði. Bragðefnið kemur úr Hallormsstaðarskóg.
Grunnskólabörn á Seyðisfirði vinna með verk Gunnlaugs Schevings
Kennsla á miðstigi Seyðisfjarðarskóla hefur verið brotin upp síðustu tvo daga en krakkarnir hafa unnið eigin verk út frá þekktu verki listmálarans Gunnlaugs Schevings, sem bjó á Seyðisfirði á tímabili.