Tveimur breskum kajakræðurum sem lögðu af stað um helgina frá Austfjörðum til Færeyja var á mánudag bjargað í land undan vondri veðurspá. Þeir velta nú fyrir sér næstu skrefum.
Þrír Danir sem dvalið hafa langdvölum á Seyðisfirði hafa tekið til við að safna saman textum sem ritaðir hafa verið á staðnum í einskonar skjalasafn. Þau ætla árlega að gefa út lítil textasöfn og fyrsta safnið er komið út.
Allt er óðum að verða tilbúið fyrir tónlistarhátíðina Bræðsluna sem fram fer á Borgarfirði um helgina og segir Magni Ásgeirsson, bræðslustjóri, góðan og samhentan hóp koma að uppsetningu hátíðarinnar.
Gestur franskra daga, frakkinn Maxime Normand, merkti leiði afa síns í franska grafreitnum á Fáskrúðsfirði um helgina. Afinn lést við veiðar á Íslandsmiðum en Normand var viðstaddur minningarathöfn um franska sjómenn í franska grafreitnum á laugardaginn.
Hin árlega Smiðjuhátíð verður haldin á Tækniminjasafni Austurlands á Seyðisfirði um helgina. Pétur Kristjánsson forsvarsmaður Tækniminjasafnsins segir um að ræða fjölskylduhátíð með menningarlegu og listrænu ívafi.
Þrjátíu manna hópur tekur nú þátt í evrópskri vinnustofu á Reyðarfirði um málefni ungs fólks í dreifbýli. Hugmyndin kviknaði á öðru námskeiði í Bosníu fyrir um ári. Skipuleggjandi segir margt ungt fólk í evrópsku dreifbýli búa við svipaðar aðstæður og hver geti lært af öðrum.
Tónlistarhátíðin Bræðslan var haldin í tólfta sinn á Borgarfirði um síðustu helgi. Veðrið var gott á föstudag og laugardag eins og venjan hefur verið þessa helgi. Á sunnudagsmorgun rigndi hins vegar og því fóru gestir fyrr til síns heima heldur en oft áður.
Dagskrá Franskra daga á Fáskrúðsfirði hefst af fullum krafti í dag. María Óskarsdóttir, formaður undirbúningsnefndar fyrir hátíðina, segir allt klappað og klárt og stemminguna góða fyrir hátíðinni.
LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, var haldin á Seyðisfirði í síðustu viku. Hátíðin hófst með setningu sunnudaginn 10. júlí og lauk með uppskeruhátíð um liðna helgi.