Seyðisfjörður Archive: Skrifaði 30 ástarbréf til Bjarkar

Þrír Danir sem dvalið hafa langdvölum á Seyðisfirði hafa tekið til við að safna saman textum sem ritaðir hafa verið á staðnum í einskonar skjalasafn. Þau ætla árlega að gefa út lítil textasöfn og fyrsta safnið er komið út.

Lesa meira

Franskir dagar: Heiðraði afa sinn í minningarathöfn um franska sjómenn

Gestur franskra daga, frakkinn Maxime Normand, merkti leiði afa síns í franska grafreitnum á Fáskrúðsfirði um helgina. Afinn lést við veiðar á Íslandsmiðum en Normand var viðstaddur minningarathöfn um franska sjómenn í franska grafreitnum á laugardaginn.

Lesa meira

Tíunda smiðjuhátíðin haldin á Seyðisfirði um helgina

Hin árlega Smiðjuhátíð verður haldin á Tækniminjasafni Austurlands á Seyðisfirði um helgina. Pétur Kristjánsson forsvarsmaður Tækniminjasafnsins segir um að ræða fjölskylduhátíð með menningarlegu og listrænu ívafi.

Lesa meira

Hvað er hægt að gera til að efla möguleika ungs fólks í dreifbýli?

Þrjátíu manna hópur tekur nú þátt í evrópskri vinnustofu á Reyðarfirði um málefni ungs fólks í dreifbýli. Hugmyndin kviknaði á öðru námskeiði í Bosníu fyrir um ári. Skipuleggjandi segir margt ungt fólk í evrópsku dreifbýli búa við svipaðar aðstæður og hver geti lært af öðrum.

Lesa meira

Bræðslan 2016: Stuðið keyrt upp í seinni hlutanum - Myndir

Tónlistarhátíðin Bræðslan var haldin í tólfta sinn á Borgarfirði um síðustu helgi. Veðrið var gott á föstudag og laugardag eins og venjan hefur verið þessa helgi. Á sunnudagsmorgun rigndi hins vegar og því fóru gestir fyrr til síns heima heldur en oft áður.

Lesa meira

Franskir dagar hefjast í kvöld

Dagskrá Franskra daga á Fáskrúðsfirði hefst af fullum krafti í dag. María Óskarsdóttir, formaður undirbúningsnefndar fyrir hátíðina, segir allt klappað og klárt og stemminguna góða fyrir hátíðinni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar