Jón Gauti Jónsson, einn reyndasti fjallamaður Íslands, kennir grunnatriði í vetrarfjallamennsku í Óbyggðasetri Íslands í Fljótsdal um helgina. Hann segir hugmyndina að baki námskeiðinu vera að fólk kunni að lesa aðstæður og nota þau tæki sem þurfi til að njóta náttúrunnar allt árið.
Austfirðingar halda í fyrsta skipti Íslandsmót á snjóbrettum en keppt verður í Oddsskarði um helgina. Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum frumsýndi í gærkvöldi leikverkið Eldhús eftir máli.
Einar Bjarni Hermannsson, nemi í iðnaðarverkfræði frá Egilsstöðum, er á lista Vöku í kosningum til stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fram fara í dag og á morgun. Hann segir að gaman hafi verið að taka þátt í kosningabaráttunni.
Reyðfirðingurinn Benjamín Fannar Árnason er formaður Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum sem í gærkvöldi frumsýndi verkið Eldhús eftir máli. Hann leikur einnig í sýningunni þannig að mikið hefur verið að gera hjá honum síðustu vikur.
Leikarar og tökufólk spennuþáttanna Fortitude kom til Egilsstaða með leiguflugi klukkan tvö í dag. Tekið verður upp eystra í mánuðinum og mun það ekki fara framhjá íbúum. Íbúar á Reyðarfirði eru til dæmis beðnir um að slökkva ljósin annað kvöld.
Sigríður Eir Zophoníasardóttir frá Hallormsstað verður fulltrúi Austfirðinga í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár en hún er í hljómsveitinni Evu. Hún segir það hafa verið sérstaka stund þegar hún gerði sér grein fyrir að margra ára draumur hennar um að taka þátt í keppninni væri að rætast.
Bók Smára Geirssonar um stórhvalaveiðar við Ísland hefur verið tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis sem síðustu 30 ár hefur veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings.
Norðfirðingurinn Steinar Gunnarsson er annar tveggja stjórnenda þáttarins Hundaráð sem hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni N4 í kvöld. Hann segir þörf á meiri fróðleik til almennings um hunda.