Nú styttist heldur betur í að evróvisíon gleði landsmanna taki völdin á ný, en fyrra undanúrslitakvöld forkeppninnar verður á dagskrá á rúv á næstkomandi laugardag, þann 31. janúar. Það eru sex lög sem keppa um að komast áfram í úrslitaþáttinn og eiga Austfirðingar pínulítið í einu þeirra.
Störf í sjálfboðavinnu í þágu fjölmargra félagasamtaka, klúbba og stofnana vítt og breitt um Austurland voru áberandi mikil á árinu 2014 hjá starfsfólki Alcoa Fjarðaáls. Samtals tóku 357 starfsmenn fyrirtækisins þátt í einstaklings- og hópverkefnum undir merki Samfélagssjóðs Alcoa (Alcoa Foundation) í Bandaríkjunum. Í svokölluðum Bravó-verkefnum söfnuðust 24 mkr., í Action-verkefnum 12,3 mkr. og í verkefnum sem nefnast Alcoans in Motion söfnuðust 246 þúsund króna.
Stofnfundur Ritsmiðju Austurlands verður haldinn í dag. Markmið hennar er að vera samstarfsgrundvöllur þeirra sem starfa í útgáfutengdum störfum í fjórðungnum. Frumkvöðullinn segist vilja hjálpa skrifandi Austfirðingum til að koma út bókunum sem þeir gangi með.
Gísla Sigurgeirsson þekkja Austfirðingar vel. Hann hefur um langt skeið stýrt þættinum Glettur að austan á N4 sem er fjölbreyttur mannlífsþáttur um Austurland og Austfirðinga. Hann hefur lika verið tíður gestur að skjám landsmanna í mörg herrans ár, en hann starfaði meðal annars lengi sem fréttamaður á RÚV.
Þorrablót Reyðarfjarðar fór fram á föstudaginn var og heppnaðist það með prýðum. Einn af fjölmörgum blótsgestum var Sigurður Baldursson, bóndi á Sléttu í Reyðarfirði og var hann langt í frá að vera á sínu fyrsta þorrablóti.
Það er gömul hefð hjá Gunnari Jónssyni, bæjarritara, að bjóða samstarfsmönnum í pönnukökur í tilefni af fyrstu komu sólar á Eskifirði þann 14. janúar ár hvert. Gunnar hvikaði hvergi frá þessari hefð og skellti í nokkrar pönnsur í síðustu viku.
Leikararnir Richard Dormer og Stanley Tucci ræða um persónur sínar í Fortitude og samfélagið þar í nýju kynningarmyndbandi um þættina. Níu dagar eru í frumsýningu þeirra.