Ríflega 3500 gestir sóttu viðburði á vegum LungA sem lauk á Seyðisfirði á laugardag með uppskeruhátíð og stórtónleikum. Á uppskeruhátíðinni sýndu þátttakendur í listasmiðjum afrakstur vikunnar en hún var sambland af gjörningum, tónlist, dansi, leiklist og sýningum.
Jón Svavarsson hefur undanfarin farin ár ferðast með fjölskyldu sína um Ísland í gulum, amerískum skólabíl sem kann keypti á uppboðsvefnum eBay. Hann segir bílinn vekja talsverða athygli hvar sem hann komi og minningar.
Egilsstaðabúinn og ljóðskáldið Kristian Guttesen sendi nýverið frá sér sína áttundu ljóðabók. Með henni fagnar hann fertugsafmæli sínu og 19 ára skáldaafmæli.
Opnuð hefur verið sýningin „Í grjótinu" í gallerí Klaustri á Skriðuklaustri. Á henni sýnir Ólöf Birna Blöndal tólf kolateikningar af grjóti, stuðlabergi, fjöllum og steinamyndunum.
Árleg sumarmessa í Klyppsstaðarkirkju í Loðmundarfirði verður á sunnudag þar sem prestarnir sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir úr Egilsstaðaprestakalli þjóna.
Hljómsveitin Grísalappalísa og DJ Flugvél og Geimflaug eru þessa dagana á ferð um Austfirði. Fyrstu tónleikarnir verða í Miklagarði í Vopnafirði í kvöld.
Á morgun verður sýningin „Yfir hrundi askan dimm..." opnuð í vélasafninu við Ásbryggju á Vopnafirði. Sýningin er mastersverkefni Elsu Guðnýjar Björgvinsdóttur í þjóðfræði við Háskóla Íslands og fjallar um öskufallið sem kom í kjölfar eldgossins í Öskju 1875.