Þeir nemendur sem tóku þátt í prufumánuði LungA-lýðháskólans í vor bera skólanum vel sögunnar. Nemandi segir að innan hópsins hafi skjótt skapast traust þannig menn hafi öðlast trú á að allt væri hægt.
Áætlað er að um 1700 manns hafi sótt rokkhátíðina Eistnaflug sem haldin var í Neskaupstað um síðustu helgi. Hátíðin stóð yfir í þrjá daga en allir miðar voru uppseldir strax í byrjun.
Uppskeruhátíð og lokatónleikar listahátíðarinnar LungA fara fram á morgun. Í vikunni hefur verið unnið að því að smíða svið fyrir tónleikana sem innblásið er af Seyðisfirði.
Um 80 alþjóðlegir myndlistarmenn og hönnuðir sýna verk sín á Austurlandi í sumar í samstarfi við heimamenn, menningarmiðstöðvar, grasrótarsamtök og sveitarfélög í landshlutanum. Alls er um að ræða fjórar sýningar.
Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari þungarokkssveitarinnar Skálmaldar leitar að bakpoka með gítardóti sem týndist á Eistnaflugi. Hann segist viss um að hann hafi verið tekinn í misgripum.
Hin þýska Jean-Marie Varain frétti af LungA-lýðháskólanum í gegnum Facebook. Hún var ekki svikin af því að hafa stokkið á tækifærið og tekið þátt í prufumánuði skólans í vor.
Nemendur í þróunarmánuði LungA-lýðháskólans kynntust sjálfum sér ekki síður en hinu skapandi ferli. Einn nemendanna segir mikið álag hafa verið á nemendunum í vikunni en það hafi verið gaman.