Nú er sumarstarfinu lokið þetta árið í Sumarbúðum kirkjunnar við Eiðavatn. 119 börn á aldrinum 7-14 ára dvöldu í fjórum flokkum í Sumarbúðunum þetta árið og fjölgaði þeim um 15 milli ára. Langflest börnin koma að vanda frá svæðinu frá Bakkafirði til Hornafjarðar en nokkur af höfuðborgarsvæðinu.
Þremenningarnir Kristinn Þór Jónasson, Magni Þór Harðarson og Ragnar Valgeir Jónsson hófu í mars útgáfu blaðs og vefs fyrir Eskfirðinga. Þeir nota frítíma sinn í vinnuna og stefna að því að auðga mannlífið í bænum.
Svisslendingurinn Reiner Huttasch var meðal þeirra farþega sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í gærmorgun. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir að hann ferðast um á traktor með lítið tréhýsi í eftirdragi sem hann byggði sjálfur. Reiner hyggst keyra hringinn en sú ferð er hluti af mun stærra ferðalagi.
Yfir tuttugu manns mættu í Fjarðarborg á Borgarfirði í gærkvöldi til að skera út laufabrauð og baka piparkökur. Tilefnið er hátíðin „Jól í júlí" sem haldin verður þar á laugardag. Skipuleggjandi segir mikla jólastemmingu hafa skapast við baksturinn.
María Ósk Kristmundsdóttir, starfsmaður Alcoa Fjarðaáls, hlaut hvatningarverðlaun Tengslanets austfirskra kvenna (TAK) sem afhent voru fyrir skemmstu. María hefur unnið ötullega að jafnréttismálum innan Fjarðaáls.
Prufuarkir sem falla til í prentsmiðju og afgangar af gömlum eintökum af Austurglugganum öðlast nú nýtt líf í formi búðarpoka í sölubúð á Skriðuklaustri.
Sautjánda tónleikasumarið í Bláu kirkjunni er nú að hefja göngu sína og að vanda verður boðið upp á vikulega tónleika með fjölbreyttri tónlist. Olga Vocal Ensemble ríður á vaðið í kvöld.