Nýtt myndverk eftir listakonuna Söru Riel prýðir nú útvegg félagsheimilisins Herðubreiðar á Seyðisfirði. Sara tók þátt í listahátíðinni LungA nýverið og lauk við verkið fyrir verslunarmannahelgina.
Skólaskip Slysavarnaskóla sjómanna heimsótti Austfirði nýverið í fyrstu ferð sinni um landið í sex ár. Skipverjar á Gullveri frá Seyðisfirði voru meðal þeirra sem sóttu námskeið um borð í skólaskipinu.
Myndband Hlyns Sveinssonar frá flugeldasýningu Neistaflugs um helgina hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum en Hlynur flaug þar myndatökuflygildi sínu inn í sýninguna.
Tónlistarkonan Hafdís Huld er þessa dagana á ferð um landið til að kynna þriðju sólóplötu sína. Hún heldur tvenna tónleika af því tilefni á Austfjörðum.
Frönsku húsin á Fáskrúðsfirði verða formlega opnuð á morgun á laugardag. Þar með lýkur þar með stærsta verkefni Minjaverndar utan höfuðborgarsvæðisins. Samhliða opnar sýning Fransmanna á Íslandi, þar sem lífi og starfi franskra sjómanna er gert skil með nýstárlegum og áhrifaríkum hætti.
Í lok júlí mun austfirska hljómsveitin Dægurlagadraumar flytja íslensk og erlend dægurlög frá 6. og 7. áratug síðustu aldar. Um er að ræða tónlistarskemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Haldið verður upp á 100 ára afmæli þráðlausra fjarskipta á Íslandi á Smiðjuhátíð Tækniminjasafns Austurlands um helgina. Safnið sjálft er einnig 30 ára í ár.