Metveiði í Breiðdalsá
Um 130 laxar hafa veiðst í Breiðdalsá það sem af er sumars. Í frétt frá veiðiþjónustunni Strengjum segir að það sé metveiði svo snemma sumars.
Um 130 laxar hafa veiðst í Breiðdalsá það sem af er sumars. Í frétt frá veiðiþjónustunni Strengjum segir að það sé metveiði svo snemma sumars.
Á morgun verður messað á Klyppsstað í Loðmundarfirði.
Víkingur jafnaði leik sinn gegn Fjarðabyggð í 1. deild karla í knattspyrnu tvívegis á elleftu stundu í dag.
Á Skriðuklaustri var í dag opnuð áletruð líkkista. Kistan er með þeim stærri sem fundist hafa í fornleifauppgreftrinum á Klaustri.
Hvert ævintýrið rekur annað í Breiðdalsá þar sem veiðimenn glíma við stórlaxa á hverjum degi núorðið. Þann 6. júlí setti heimamaðurinn Guðlaugur Jónsson í vænan lax á Skammadalsbreiðu á spón og eftir meira en klst viðureign landaði hann stórum hæng rétt við klakkistuna neðarlega á breiðunni og setti fiskinn í hana.
Jón Hilmar Kárason í Neskaupstað vinnur að sýningu um snjóflóðin á Norðfirði árið 1974. Hann kynnir verkefnið á Blúskjallaranum í kvöld.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.