Helgin: Átján ára og semur tónlist upp úr Eddukvæðum

Kormákur Valdimarsson er annar þeirra tveggja tónlistarmanna sem koma fram á tónleikaröðinni Strengjum í Tónspili um helgina. Kormákur tók þátt í skapandi sumarstörfum í Fjarðabyggð í sumar og nýtti tímann til að vinna plötu með tónlist sem hann byggði á íslenskum fornsögum.

Lesa meira

Skera tónlist á vínylplötur með gamla laginu

Í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði, þar sem hljóðverið Stúdíó Síló er til húsa, er nýverið farið að bjóða tónlistarfólki upp á að gefa tónlist sína út á vínylplötum, sem skorar eru á staðnum.

Lesa meira

„Viljum bregðast hratt við og vera til staðar fyrir samfélagið“

Tryggingafélagið Vörður hefur opnað þjónustuskrifstofu fyrir Austfirðinga í útibúi Arion banka, Miðvangi 6, á Egilsstöðum. Þórunni Ingu Ingjaldsdóttur, framkvæmdastjóri sölu-og þjónustu hjá Verði segist hlakka til að byggja upp sterkt samband við fólkið á svæðinu.

Lesa meira

Sjóminja- og smiðjusafnið er afrakstur ástríðufulls safnara

Haldið var upp á það í Safnahúsi Neskaupstaðar að þann 21. júní voru 100 ár liðin frá fæðingu Jósafats Hinrikssonar, sem Sjóminja – og smiðjusafnið í húsinu er kennt við. Í ár eru einnig 20 ár liðin frá því að safnið hans opnaði fyrst í húsinu sem einnig er 100 ára í ár.

Lesa meira

Málþing um stöðu hinsegin ungmenna á landsbyggðinni

Fundur verður haldinn á morgun í Egilsstaðaskóla á vegum verkefnisins Hinsegin lífsgæði um lýðheilsu hinsegin ungmenna á landsbyggðinni. Fundurinn er einkum ætlaður kennurum og öðrum áhugasömu starfsfólki skóla sem vill auka þekkingu sína á málefninu.

Lesa meira

„Þið eruð ekki ein þó að myrkrið sé mikið“

Eskfirðingurinn Sigurgeir Svanbergsson hefur um langt skeið lagt ýmsum hjálparsamtökum landsins lið gegnum söfnun áheita fyrir löng og erfið sjósund. Í nóvember stefnir hann aftur á haf út og að þessu sinni til að veita Píeta-samtökunum hjálparhönd.

Lesa meira

Alifuglar á vappi í iðnaðarhverfi Egilsstaða

Hópur af alifuglum hefur vakið talsverða athygli fólks sem starfar við götuna Miðás á Egilsstöðum, oft nefnt iðnaðarhverfið. Eigandinn segir þær hafa tekið þátt í bæjarlífinu þegar fór að hausta.

Lesa meira

„Sennilega oft verið minn versti óvinur“

Erfiðleikar á æskuheimilinu urðu til þess að Heiða Ingimarsdóttir gat ekki tekið prófin eftir fyrsta vorið í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Henni var um sumarið komi í fóstur og þannig hófst flakk hennar um landið. Hún taldi sér trú um að hún gæti ekki lært en spyrnti sér upp eftir að hafa verið einstæð tveggja barna móðir, upp á félagsþjónustuna komin. Heiða lauk síðar meistaranámi í almannatengslum í Englandi og starfar í dags sem upplýsingafulltrúi Múlaþings.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar