Austurglugginn kominn á Tímarit.is

Eldri tölublöð Austurgluggans eru nú komin á hinn vinsæla vef Landsbókasafns Íslands, Tímarit.is. Með því er blaðið gert aðgengilegra um leið og varðveisla þess er enn betur tryggð.

Lesa meira

„Hef skrifað síðan ég var krakki“

Eftir að hafa ort ljóð í áratugi sendi Unnur Sólrún Bragadóttir frá sér sína fyrstu skáldsögu í sumar, Arfleifð óttans. Unnur sækir meðal annars fyrirmyndir í söguna úr eigin uppvexti í fátækri verkamannafjölskyldu á Austfjörðum.

Lesa meira

Helgin: Sýnir listaverk gerð eftir rýmingu Seyðisfjarðar

Listakonan Nína Magnúsdóttir notar hár í listaverk sín á vetrarsýningu Skaftfells sem opnar í dag. Verkin á sýningunni eru gerð eftir að Seyðisfjörður var rýmdur í kjölfar skriðufallanna í desember 2020. Dagskrá helgarinnar ber þess merki að aðventa hefst á morgun.

Lesa meira

Tendra jólatréð í miðri heilsuviku á Vopnafirði

„Það reyndist ekki svo góður tími um liðna helgi þannig að við ákváðum að gera þetta svona í þetta sinn,“ segir Þórhildur Sigurðardóttir, verkefnastjóri frístunda, æskulýðs og menningarmála á Vopnafirði.

Lesa meira

Í eigu sömu ættar síðan 1532

„Sérstaklega varðandi erlendu ferðamennina þá vilja þeir fara út fyrir þessa hefðbundnu túristastaði, skoða þar sem ekki er krökkt af fólki og er öðruvísi,“ segir Eyþór Bragi Bragason, safnstjóri að Burstarfelli í Vopnafirði.

Lesa meira

Kvöddu gesti með góðum gjöfum í Fjarðabyggð

Sex nemar og þrír kennarar frá Lettlandi gerðu góða ferð til Eskifjarðar fyrir skömmu en þar var fólkið að endurgjalda sams konar heimsókn nema og kennara úr Eskifjarðarskóla til Lettlands fyrir þremur árum síðan.

Lesa meira

Á Borgarfirði eystra ætla menn að toppa jólamarkaðinn í Berlín

„Við hófum þessa vegferð með svona nokkurs konar litlujóladegi 2019 en svo kom faraldurinn. Nú ætlum við hins vegar að byrja aftur og nú verður um töluvert stærri viðburð að ræða sem margir aðilar hér taka þátt í. Draumurinn er að toppa jólamarkaðinn í Berlín og koma Borgarfirði á kortið sem jólaþorpi Austurlands,“ segir Anna Margrét Jakobsdóttir Hjarðar hjá Blábjörgu á Borgarfirði eystra.

Lesa meira

Pólsk kvikmyndahátíð á Eskifirði

Fimm pólskar kvikmyndir verða sýndar á kvikmyndahátíð sem haldin er öðru sinni í Valhöll á Eskifirði um helgina. Kvenleikstjórar eru áberandi í dagskránni en líka myndir sem tengjast Íslandi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.