VA áfram í undanúrslit Gettu betur

Lið Verkmenntaskóla Austurlands í Gettu betur mættu liði Fjölbrautaskólans við Ármúla í 8 liða úrslitum á föstudaginn þann 3. febrúar. Lið VA skipa nemendurnir Ágústa Vala Viðarsdóttir og tvíburarnir Geir Sigurbjörn Ómarsson og Ragnar Þórólfur Ómarsson. Þau tryggðu sér sigur í vísbendingaspurningunum 29-23 og eru þar með komin áfram í undanúrslit. VA hefur aðeins einu sinni áður komist svo langt í Gettu betur árið 2002.

Lesa meira

Austfirðingar áberandi í tónleikaferð Krafts

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, stendur nú fyrir tónleikaferð hringinn í kringum landið. Komið verður í Neskaupstað annað kvöld. Austfirðingar eru áberandi í ýmsum stöðum í kringum tónleikaferðina.

Lesa meira

Idol vegferð Símonar Grétars lokið

Símon Grétar Björgvinsson frá Vopnafirði komst ekki áfram í úrslit í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2. Hann keppti í undanúrslitum keppninnar síðastliðinn föstudag þar sem hann flutti tvö lög. Eftir símakosninguna lenti hann í neðstu tveimur sætunum ásamt öðrum keppenda og var sendur heim.

Lesa meira

Fluttu í sundur en stofnuðu hljómsveit

Soffía Björg Sveinsdóttir, íslenskukennari við Menntaskólann á Egilsstöðum, er annar helmingur tvíeykisins Winter Leaves sem á lagið Feel sem komið er í úrslit lagakeppninnar Sykurmolans á útvarpstöðinni X-inu.

Lesa meira

Tvær sýningar Jessicu Auer

Ljósmyndarinn Jessica Auer, sem búsett er á Seyðisfirði, hefur síðustu tvær helgar opnað tvær nýjar sýningar á verkum sínum, aðra á Seyðisfirði en hina á Egilsstöðum.

Lesa meira

Jóhann Valgeir Austfirðingur ársins 2022

Jóhann Valgeir Davíðsson, íþróttakennari á Eskifirði, hefur verið kosinn Austfirðingur ársins 2022 af lesendum Austurfréttar. Kjörið hlýtur Jóhann Valgeir fyrir elju sína við að benda á vandamál í íþróttahúsi staðarins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.