Rithöfundalestin af stað í kvöld

Árleg rithöfundalest, hópur rithöfunda sem ferðast um Austurland til að kynna nýjar bækur sínar, fer af stað í kvöld og kemur við á fimm stöðum um helgina.

Lesa meira

Í spor Sigurðar Gunnarssonar: Maður hugar og handa

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, sendi í sumar frá sér bók um langafa sinn, Sigurð Gunnarsson, sem setti mark sitt á mannlíf á Austurlandi á 19. öld. Í bókinni eru meðal annars áður óbirtar heimildir sem varpa ljósi á lífið á Austurlandi og Íslandi um miðja öldina.

Lesa meira

Lærði allt um útskurð til að hafa ofan af fyrir sér á efri árum

Það kostaði langar setur yfir You-Tube myndböndum en fyrir vikið er Björn Óskar Einarsson frá Reyðarfirði orðinn ansi lunkinn við útskurð af ýmsu tagi og nýtir til þeirra verka aragrúa trjáa sem féllu í óveðrinu mikla á Austfjörðum haustið 2022.

Lesa meira

Kenna útlendingum íslensku með spilum og myndum

Um tíma hefur hópur sjálfboðaliða Rauða krossins á Egilsstöðum staðið fyrir svokölluðu Tungumálakaffi einu sinni í viku á Bókasafni Héraðsbúa en þangað eru allir íbúar ef erlendu bergi velkomnir ef áhugi er á að læra íslensku.

Lesa meira

Fjórir austfirskir skólar senda keppendur í tæknikeppnina First LEGO

Lítill vafi getur leikið á áhuga austfirskra ungmenna á tækni og vísindum með tilliti til að ein fimm lið úr fjórum grunnskólum Austurlands taka þátt í First LEGO tækni- og hönnunarkeppninni sem fram fer í Reykjavík á laugardaginn kemur. Keppnisliðin eru aðeins 20 í heildina svo fjórðungur allra keppnisliðanna koma frá Austurlandi.

Lesa meira

Jólahlaðborð í uppgerðum fiskihjalla við sjávarsíðuna

Það tekið árafjöld, svita og einhver tár í og með en í haust náðist endanlega að ljúka því sem ljúka þurfti á Beituskúrssvæðinu í Neskaupstað. Þar nú fyrirtaks aðstaða í Beituskúrnum sjálfum, aldeilis ágætt eldhús og síðast en ekki síst glænýr, en þó eldgamall, veislusalur í því sem kallað er Rauða húsið. Þar stendur til að bjóða í jólahlaðborð á næstunni.

Lesa meira

Vopnfirðingar tóku gullið í First LEGO keppninni

Yfir 200 keppendur alls, 20 lið frá öllum landshornum en það reyndist lið DODICI úr Vopnafjarðarskóla sem stóð sig allra best í First LEGO keppninni sem fram fór um helgina. Tvö önnur austfirsk lið fengu ennfremur verðlaun í stöku flokkum.

Lesa meira

Nægjusamur nóvember í Tehúsinu í kvöld

Sú var tíðin að nægjusemi í einu og öllu var Íslendingum flestum nánast í blóð borin. Nú vilja tvenn samtök endurlífga þann gamla sið landans og standa fyrir sérstöku kynslóðaspjalli af því tilefni á Tehúsinu á Egilsstöðum í kvöld.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.