Fjórða Matarmót Austurlands fer fram á nýjum stað

Á morgun hefst fjórða Matarmót Austurlands og sem fyrr fer það fram á Egilsstöðum en nú á nýjum stað því aðsókn hefur aukist það mikið að Valaskjálf, þar sem mótið hefur verið haldið frá upphafi, var orðið of lítið til að allir kæmust að.

Lesa meira

Neyðarkallinn fær góðar móttökur austanlands

Sala á bæði stórum og litlum Neyðarköllum björgunarsveitanna hefur farið ágætlega af stað austanlands en tveir dagar eru síðan þessi mikilvæga fjáröflun allra björgunarsveita landsins hófst þetta árið.

Lesa meira

Konur fjárfestum koma til Egilsstaða

Í upphafi árs 2023 ýtti Arion banki úr vör stóru átaksverkefni í því skyni efla sparnað og lífeyriseign kvenna og stuðla að aukinni þátttöku þeirra á fjármálamarkaði. Verkefnið nefnist Konur fjárfestum og hefur þann tilgang að fræða konur um allt sem tengist fjármálum og hvetja þær til að auka við þekkingu sína á fjármálum og fjármálamarkaði og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd, meðal annars með því að stofna fyrirtæki.

Lesa meira

Rithöfundar koma til að fylgja eftir bókum um Austurland

Rithöfundar frá Austurlandi sem eru að senda frá sér bækur um Austurland verða á ferðinni til að kynna þær um helgina og lesa upp úr þeim. Benný Sif Ísleifsdóttir kynnir nýja skáldsögu sem gerist á Mjóafirði meðan Logi Kristjánsson og Ólöf Þorvaldsdóttir skrifa minningar sínar frá snjóflóðunum í Neskaupstað.

Lesa meira

Nýr kaffi- og veitingastaður opnar í Kaupvangi á Vopnafirði í dag

Lífið snýst um að grípa tækifærin þegar þau gefast og það gerði hin írska Jane Kavanagh-Lauridsen þegar hún heyrði að veitingastaðurinn USS Bistró í Kaupvangi myndi loka í nokkra mánuði yfir vetrartímann. Þar opnar síðar í dag fyrsta flokks kaffihús og ýmislegt matarkyns í boði líka.

Lesa meira

Fín aðsókn að minnstu pólsku kvikmyndahátíð heims í Fjarðabyggð

Nýlokið er pólskri kvikmyndahátíð sem haldin hefur verið í Fjarðabyggð um fjögurra ára skeið og reyndist aðsóknin mun betri en fyrir ári og reyndar ekki verið betri frá upphafsári hátíðarinnar. Skipulagning fimmtu hátíðarinnar er í undirbúningi.

Lesa meira

Helgin: Átján ára og semur tónlist upp úr Eddukvæðum

Kormákur Valdimarsson er annar þeirra tveggja tónlistarmanna sem koma fram á tónleikaröðinni Strengjum í Tónspili um helgina. Kormákur tók þátt í skapandi sumarstörfum í Fjarðabyggð í sumar og nýtti tímann til að vinna plötu með tónlist sem hann byggði á íslenskum fornsögum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.