Skreyta Vopnafjarðarbæ listaverkum nemenda grunnskólans með vorinu
Nemendur í grunnskóla Vopnafjarðar komu saman í lok síðasta mánaðar og bjuggu þar til ýmis listaverkin í verkefni sem bar yfirskriftina „Skreytum bæinn okkar.“ Vonir standa til að listaverkum ungmennanna verði komið fyrir víðs vegar í bænum þegar fer að vora.