Flestir kettir komast um síðir á góð heimili

Allnokkur hópur fólks, nánast alls staðar á Austurlandi, hefur það sem ástríðu og áhugamál að koma til bjargar dýrum sem úti eru í vetrarkuldanum og þá sérstaklega köttum. Þar er bæði um týnda heimilisketti að ræða sem og nokkurn fjölda vergangs- og villikatta sem þvælast um hér og þar á Austurlandi.

Lesa meira

Vegleg þjóðhátíðardagskrá alls staðar á Austurlandi

Þjóðhátíðardagurinn 2024 fer fram á mánudaginn kemur um land allt og hafa aðilar austanlands ekki látið sitt eftir liggja til að gera daginn bæði skemmti- og eftirminnilegan fyrir gesti og gangandi. Dagurinn merkilegri en ella sökum 80 ára lýðveldisafmælis landsins.

Lesa meira

Listafólk sækir heim á Innsævi

Yfir 30 viðburðir eru á dagskrá listahátíðarinnar Innsævis sem haldin verður í Fjarðabyggð í þriðja sinn í sumar og þeim mun fjölga. Sérstök áhersla er lögð á að fá listafólk með austfirskar tengingar, sem gengið hefur sérlega vel í ár.

Lesa meira

Dularfullt sæskrímsli markar upphaf heljar menningarveislu í Fjarðabyggð

Togari úti fyrir Austurlandi fékk stórt, dularfullt og áður óþekkt sæskrímsli í troll sitt og þurfti í kjölfarið aðstoð við að komast til lands á Eskifirði. Á bakkanum við Vélaverksmiðjuna geta íbúar og gestir á slaginu klukkan 17 á morgun vitnað þetta mikla skrímsli, sem hugsanlega á rætur að rekja í þjóðsögurnar, með eigin augum.

Lesa meira

Svavar Knútur: Það geta ekki allir sungið um partýin

Söngvaskáldið Svavar Knútur heldur þrenna opinbera tónleika eina leynitónleika á ferð sinni um Austfirði um helgina. Hann er nýlagður af stað í hringferð um landið til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni. Með henni lýkur hann fimmtán ára tímabili þar sem hann hefur í tónlist sinn fengist á við ýmsar birtingarmyndir sorgarinnar.

Lesa meira

Dagskráin aldrei verið viðarmeiri á Skógardeginum mikla

Dagskrá Skógardagsins mikla, sem undanfarin ár hefur verið haldin hátíðlegur í Hallormsstaðaskógi, verður óvenju viðamikil að þessu sinni. Reyndar svo viðamikil að nánast er hægt að tala um Skógardagana miklu.

Lesa meira

Norðfirðingurinn sem byggði upp blakið í Mosfellsbæ

Guðrún Kristín Einarsdóttir, Gunna Stína, flutti að austan fyrir fjörutíu árum en er alltaf jafn mikill Norðfirðingur. Hún hlaut nýverið viðurkenningu fyrir uppbyggingu blakstarfs í Mosfellsbæ og á landsvísu og segir að félagsmálavafstrið megi rekja til uppeldisins fyrir austan.

Lesa meira

Einstök myndlistarsýning í Löngubúð

Bræður hennar, Ríkharður og Finnur, náðu báðir miklum frama í listheiminum en Anna Jónsdóttir Thorlacius gaf þeim lítt eftir í listsköpun sinni þó minna færi fyrir. Þvert á móti eru verk hennar af náttúru og landslagi úr ullarkembum nánast einstakt fyrirbæri.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.