Vonast eftir húsfylli á málþingi um tækifæri og áskoranir í geðheilbrigðismálum
Sé miðað við þann fjölda sem þegar hefur skráð komu sína á málþing Tónleikafélags Austurlands um tækifæri og áskoranir í geðheilbrigðismálum sem hefst í Valaskjálf á morgun eru sterkar líkur á húsfylli eins og gerðist á málþingi félagsins á síðasta ári.