Ferðalög fylgja brúðuleikhúsinu

Paragvæska-íslenska brúðuleikhúsið Kunu'u Títeres hefur Evrópuferð sína með sýningum á Egilsstöðum og Eskifirði um helgina. Tess Rivarola á Seyðisfirði er annar tveggja forsprakka brúðuleikhússins en hún segir ferðalög gjarnan loða við þá einstaklinga sem velji sér brúðugerð sem starfsvettvang.

Lesa meira

Fjöldi tilboða á Haustkvöldi á Héraði

Allnokkrir verslunar- og þjónustuaðilar á Héraði bjóða til svokallaðs Haustkvölds í kvöld en þá hafa ýmsir þjónustuaðilar opið mun lengur en venjulega og bjóða upp á ýmisleg sértilboð af tilefninu.

Lesa meira

Flytja súkkulaði og kaffi frá Ekvador inn til Reyðarfjarðar

Reyðfirðingarnir Daði Páll Þorvaldsson og Lupe Alexandra Luzuriaga Calle hófu nýverið innflutningi á bæði súkkulaði og kaffi frá Ekvador, fæðingarlandi Lupe. Þau segja miklar hefðir í kringum súkkulaðið sem sé þar drukkið eins og Íslendingar drekka kaffi.

Lesa meira

Allt nema þungarokk í afmælissöngleik Egilsstaðakirkju

Frumsaminn söngleikur „Hvar er krossinn?“ verður fluttur í Egilsstaðakirkju á morgun sem hluti af hátíðahöldum í tilefni af 50 ára afmæli kirkjunnar í ár. Ýmsar tónlistarstefnur mætast í söngleiknum sem ekki heyrast oft í kirkjunni.

Lesa meira

Allra fyrsta Októberfest á Djúpavogi um helgina

Íbúar og gestir á Djúpavogi eru farnir að hlakka til allra fyrsta Októberfest sem fram fer í bænum á laugardaginn kemur en lykilþáttur í að slíkt komst á laggirnar er að nú státar þorpið af bar sem sérframleiðir sinn eigin bjór.

Lesa meira

Fjarðabyggð og Krabbameinsfélag Austfjarða semja um samstarf

Fjarðabyggð og Krabbameinsfélag Austfjarða undirrituðu í dag nýjan þriggja ára samning um samstarf og vinnu við lífsstílstengdar forvarnir og fræðslu í sveitarfélaginu. Samningurinn felur í sér að sveitarfélagið styrkir félagið um 1,5 milljónir króna á næstu þremur árum.

Lesa meira

Helgin: Enn að læra nýja hluti eftir 40 ár í tónlistinni

Gréta Sigurjónsdóttir og Erla Ragnarsdóttir, löngum kenndar við hljómsveitina Dúkkulísurnar, kynna nýja sex laga plötu sína með hlustunarpartýi á Tehúsinu á Egilsstöðum í dag. Fleiri tónleikar og viðburðir verða á Austurlandi um helgina.

Lesa meira

„Ævintýri hans og uppátæki eiga sér engin takmörk“

Páll Leifsson, eða Palli í Hlíð, er löngu orðinn þjóðsagnapersóna á Eskifirði og víðar. Palli hélt á föstudag upp á 80 ára afmæli sitt en fyrir síðustu jól kom út bók félaga hans, Sævars Guðjónssonar og Þórhalls Þorvaldssonar um ævi hans og uppátæki.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.