Séra Gunnlaugur Stefánsson leiddi á aðfangadagskvöld guðþjónustu á þeim tíma í 65. skipti á sínum prestsferli. Það gerði hann í Vopnafjarðarkirkju en Gunnlaugur þjónaði áður frá Heydölum í Breiðdal í rúm 30 ár.
Klukka sem sýnir staðartíma í Moskvu, höfuðborg Rússlands, hefur aftur verið sett upp í sundlauginni í Neskaupstað. Slíka klukka hafði hangið þar uppi um áraraðir en var tekin niður eftir að Rússlandsher réðist inn í Úkraínu árið 2022. Útskýringar fylgja klukkunni nú.
Benný Sif Ísleifsdóttir sendir í ár frá sér sína fimmtu skáldsögu, Speglahúsið. Sagan gerist í Mjóafirði þar sem Benný Sif á orðið hús og dvelur reglulega. Hún hefur vakið athygli fyrir það hvernig hún fjallar um veruleika íslenskra alþýðukvenna á ýmsum tímum og það er líka inntakið í Speglahúsinu.
Ellefu áramótabrennur hafa verið auglýstar á Austurlandi á morgun gamlársdag, í Múlaþingi, Fjarðabyggð og á Vopnafirði. Spáð er grimmdarfrosti um áramótin.
Í vor voru 50 ár liðin frá því að verslunarhús Kaupfélags Héraðsbúa (KHB), sem nú hýsir Nettó, var tekið í notkun. Jafngamalt er hið mikla listaverk Hrings Jóhannessonar á útvegg hússins. Magnús Sigurðsson, múrarameistari á Egilstöðum, vann sumarlangt við að brjóta niður steina í verkið.
Ugnius H. Didziokas úr Hamarsfirði er eini núlifandi Íslendingurinn sem afrekað hefur að heimsækja öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, samkvæmt lista NomadMania. Árangur hans er ekki síst eftirtektarverður fyrir þær sakir að hann er samkynhneigður, en hefur samt heimsótt lönd þar sem dauðarefsing er við samkynhneigð.
Tónlistarmaðurinn Kristján Ingimarsson eða Kristján I á Djúpavogi hefur sent frá sér jólalagið „Lonely Christmas“ eða „Einmanaleg jól.“ Lagið fær spilun víða um heim í gegnum streymisveitur.
Hrafnkell F. Lárusson, doktor í sagnfræði og fyrrum héraðsskjalavörður á Austurlandi, fjallar í nýrri bók sinni „Lýðræði í mótun“ um þróun lýðræðis á Íslandi á árunum 1874–1915. Bókin skoðar hvernig félagasamtök og fjölmiðlar urðu vettvangur lýðræðislegrar þátttöku og áhrifavalds, sérstaklega á Austurlandi.