Unnar Geir Unnarsson lét um áramótin af störfum sem forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs sem er með bækistöð sína í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Hann segir það ekki rétt sem margir hafa haldið fram að Egilsstaðabúar sé latir við að sækja menningarviðburði.
Margir eiga erfitt með að koma sér af stað eftir jólin sem voru einnig óvanalega stutt í ár. Erla Björnsdóttir sálfræðingur frá Norðfirði og höfundur dagbókarinnar Munum lumar á góðum ráðum til þess að hámarka árangur árið 2017.
„Mér finnst svo mikilvægt að umræðan um andlega sjúkdóma sé opinská og hún hefur opnast á síðustu árum, sem betur fer,“ segir Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur í Egilsstaðaprestakalli, en faðir hennar féll fyrir eigin hendi þegar hún var aðeins sjö ára gömul. Sigríður Rún sagði sögu sína í viðtali jólablaðs Austurgluggans.
„Þetta er algerlega yndislegt en vissulega stundum svolítið yfirþyrmandi,“ segir Rósa Valtingojer, verkefnastjóri Sköpunarmiðstöðvarinnar á Stöðvarfirði, en listamannadvölin sem þau bjóða upp á er orðið fullbókuð fyrri hluta árs.
„Við vorum allir mjög ánægðir með þetta, en svona lagað lífgar alltaf upp á tilveruna og gaman að sjá hugmyndaflugið á bak við þetta,“ segir Þórormur Óskarsson, umsjónarmaður olíuinnkaupa og verkfæralagers Alcoa Fjarðaáls, en starfsmönnum á aðalverkstæði fyrirtækisins var komið á óvart á aðventunni með skemmtilegum jólaskreytingum.
„Það veit enginn hvað þetta er. Ég er búin að ganga með barnið milli lækna og sérfræðinga sem eiga það allir sammerkt að hafa aldrei heyrt um annað eins á sínum starfsferli,“ segir Lilja Bára Kristjánsdóttir frá Eskifirði í samtali við Austurfrétt, en fimmtán ára dóttir hennar hefur barist við erfið, óútskýrð veikindi í tvö ár.
Austurfrétt hefur staðið fyrir kosningu um Austfirðing ársins frá því að vefurinn hóf göngu sína árið 2012. Nú gefst lesendum tækifæri til að tilnefna þá sem þeir telja eiga heima í kjörinu.
Sex stæði hafa verið tekin frá á bílastæði Alcoa Fjarðaáls sem sérstaklega eru ætluð bílum sem ganga fyrir innlendum orkugjöfum svo sem rafmagni, vetni og metani.