Fortitude-leikari heillaðist af Gistihúsinu

Parminder Nagra, sem fer með hlutverk í bresku spennuþáttunum Fortitude, segir besta matinn sem hún hafi fengið á síðasta ári hafa verið borinn fram á Gistihúsinu á Egilsstöðum. Nagra dvaldi hér meðan þættirnir voru teknir upp í vor.

Lesa meira

„Spennan er alltaf gríðarleg“

„Aðalsteinn var mikill Bridge-maður og ég man þá tíma sem hann þurfi að vera í Reykjavík kannski þriðjudag og miðvikudag, en kom samt heim seinnipart þriðjudags til þess að spila um kvöldið og fór svo aftur á miðvikudagmorgun,“ segir Sigurður Freysson, meðlimur í Bridgefélagi Fjarðabyggðar, en stórmót í Bridge í minningu Aðalsteins Jónssonar verður haldið í Valhöll á Eskifirði á laugardaginn.

Lesa meira

„Við tókum með okkur austfirsku einlægnina og gleðina“

„Ég held að galdurinn með svona persónulegt efni sé að vinna hlutina út frá hjartanu og mallanum, þessari „gut feeling“ eða innsæi. Mér finnst einnig gott að stutt sé í húmorinn í minni list, til þess að fanga áhorfandann og fá hann til þess að hlæja, það er svo mannlegt og um leið tengir fólk við dramatískari hluti,“ segir Pétur Ármannsson, leikstjóri einleiksins Hún pabbi í Borgarleikhúsinu.

Lesa meira

„Þetta er minn lífsstíll og stór hluti af sjálfsmyndinni“

„Ég áttaði mig á því að það er vel hægt að lifa lífinu án áfengis og því fylgir í raun alveg gífurlegt frelsi,“ segir Ragnhildur Aðalsteinsdóttir frá Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, en hún var í opnuviðtali í síðasta Austurglugga.

Lesa meira

Fetar sjaldan í fótspor annarra

Vopnfirski næringarfræðingurinn Elísabet Reynisdóttir er sjálfstætt starfandi í faginu og hefur að undanförnu verið reglulegur gestur í síðdegisútvarpi Bylgjunnar þar sem hún ræðir heilsutengd málefni við þáttastjórnendur. Elísabet er í yfirheyrslu vikunnar á Austurfrétt.

Lesa meira

„Akkúrat á þeim stað núna sem við viljum vera“

„Við erum himinlifandi með mótttökurnar sem við fengum á sýningunni og staðfesta þær að við séum á réttri leið með góða vöru,“ segir Þórunn Eymundardóttir, ein af RoSamBo hönnunarteyminu, en vörulínan þeirra RÓ tók þátt í hönnunarsýningunni Formex í Svíþjóð.

Lesa meira

ME áfram í Gettu betur

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum er komið í aðra umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Verkmenntaskóli Austurlands tapaði sinni fyrstu viðureign.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.