Hitinn myndi bræða piparkökuskrautið í Mexíkó

Hin mexíkóska Nandllely Aguilar Peña átti von á meiri snjó þegar hún kom til Austfjarða í vikunni til að eyða jólunum með vinkonu sinni á Fáskrúðfirði. Í heimalandi hennar snúast jólahefðirnar líkt og hér mikið um mat.

Lesa meira

„Mamma vill ekki spaghettí í jólamatinn“

Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til. Það skein gleði og eftirvænting úr hverju andliti á elstu deild Leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði en nemendur þar ganga undir nafninu „öðlingar“. Við fengum að trufla þau aðeins við hefðbundið starf og þau Sandra Dögg Kjartansdóttir og Leifur Gunnarsson voru fús til þess að svara nokkrum spurningum um jólin og jólaundirbúninginn. Bæði eru þau fimm ára gömul.

Lesa meira

Það er ekki nóg að vita, við verðum að vilja

Stór hluti landsmanna strengir heit um betra líf hver áramót, ýmist stór eða smá, sem oftar en ekki snúa að bættri heilsu á einhvern hátt. Einhverjir vinna vel að sínum markmiðum og uppskera eftir því en margir gefast upp og gleyma öllu saman. Heilsumarkþjálfinn Hrönn Hjálmarsdóttir frá Neskaupstað segir að ekki sé nóg að búa yfir vitneskju um hvað reynist best heldur sé viljastyrkurinn helsta vopnið.

Lesa meira

Bækurnar af svæðinu vinsælastar

Héraðsmannasögur – gamansögur af Héraði er mest selda bókin í Nettó Egilsstöðum fyrir þessi jól. Salan þar er nokkuð frábrugðin öðrum verslunum keðjunnar þar sem bækur sem tengjast svæðinu og sveitinni njóta mestrar hylli.

Lesa meira

„Við erum mikið jólafólk“

Ásatrúarmenn á Austurlandi héldu árlegt jólablót sitt við ferjustæðið í Fellabæ á vetrarsólstöðum. Þar er hinni rísandi sól fagnað á jólunum.

Lesa meira

Júlífílingur í rafmagnsleysinu: Henda kjötinu á grillið

„Við erum að reyna að plana kvöldið, púsla mat og svoleiðis. Það er aðeins farið að kólna í húsinu en ef ekki verður þeim mun kaldara verðum við bara heima, vel klædd og hendum kjötinu á grillið,“ segir Guðný Drífa Snæland, á Skeggjastöðum í Fellum.

Lesa meira

Trylltar tartalettur og heslihnetupinnar

Sífellt fleiri kjósa „grænan lífstíl“ og hafa hætt neyslu á kjöti og öðrum afurðum sem unnar eru úr dýrum. Hvað borða grænmetisætur um jólahátíðina?

Lesa meira

„Hattarnir blikka ennþá“

„Skötuveislan verður aðeins í hádeginu í ár. Venjulega höfum við bæði verið í hádeginu og á kvöldin, en við erum orðin svo gömul núna og vildum létta af okkur vinnunni,“ segir Hallgrímur Arason, formaður Félags eldri borgara á Eskifirði, en það stendur fyrir hinu árlega skötuhlaðborði í Valhöll á Eskifirði á morgun, Þorláksmessu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar