Helgin: Kosningar og sjómannastuð
Fyrir utan þá staðreynd að fyrsta helgin í júní er jafnan fyrsta stóra ferðahelgi Íslendinga innanlands hvert sumar og veðurspáin er hvað vænlegust næstu daga austanlands eru það kosningar til nýs forseta lýðveldisins og Sjómannadagurinn sem eru hápunktar helgarinnar.
Bjóða gestum að skoða nýtt félagsheimili BRJÁN
Blús-, rokk- og jazzklúbburinn á Nesi (Brján) verður annað kvöld með opið hús í nýju félagsheimili sínu að Hafnarbraut 22 í Neskaupstað, þar sem verslunin Tónspil var áður til húsa. Þar hefur verið komið upp æfinga- og upptökuaðstöðu auk tónleikasalar.Les í spil og rúnir fyrir Austfirðinga
Sigrúnu Halldóru Jónsdóttur þekkja líklega fleiri á nafninu Sigrún Dóra Shaman. Það er vinnunafn hennar þegar hún tekur að sér, samhliða hefðbundinni vinnu, að spá fyrir öllum sem það vilja á ýmsum mannamótum.Nýir rekstraraðilar að sjoppunni á Eskifirði
Hjónin Betúel Ingólfsson og Laufey Rós Hallsdóttir tóku í byrjun maí við rekstri sjoppunnar á Eskifirði – sem þau nefna einfaldlega Sjoppuna. Þau bjóða þar meðal annars upp á fyrstu smass-hamborgarana á Austurlandi.Töluvert fleiri fuglategundir nú en fyrir ári á Fugladeginum
Árlegur Fugladagur Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags Fjarðamanna fór fram fyrir skömmu en við það tilefni koma ferða-, og fuglaáhugamenn í Fjarðabyggð auk starfsmanna Náttúrustofunnar saman og skrá þær tegundir fugla sem sjást við leirur Reyðar- og Norðfjarðar í sumarbyrjun.
Tónlist getur raunverulega gert kraftaverk
Margrét Perla Kolka Leifsdóttir, framhaldsskólakennari í Neskaupstað, lærði tónlistarmeðferð í Danmörku á sínum tíma. Hún hefur í gegnum tónlistina náð sambandi við fólk langt gengið með alzheimer-sjúkdóminn.Hollvættur á heiði hlaut Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins
Leiksýningin „Hollvættur á heiði,“ sem unnin var og sett upp af menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum hlaut í gærkvöldi íslensku leiklistarverðlaunin, Grímuna, sem barasýning ársins. Framkvæmdastjóri Sláturhússins vonast til að verðlaunin auki möguleikana á atvinnuleikhúsi á Austurlandi.Draumar, Konur og Brauð frumsýnd á Austurlandi
Ný leikin heimildarmynd um framlag þeirra kvenna sem reka kósí kaffihús víða á landsbyggðinni verður frumsýnd austanlands á fimmtudaginn kemur. Einn hluti myndarinnar er tekinn í Kaffi Nesbæ í Neskaupstað og allnokkrir Norðfirðingar koma við sögu.