Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, þakkaði Serge Lambert og Alberti Eiríkssyni fyrir einstakt framlag þeirra til menningararfleifðar Frakka á Fáskrúðsfirði í móttöku sem fram fór á Frönskum dögum um helgina.
Vinkonurnar Heiðdís Sara Ásgeirsdóttir og Manda Ómarsdóttir héldu myndarlega tombólu til styrktar Krabbameinsfélagi Austfjarða á Bryggjuhátíðinni á Reyðarfirði og söfnuðu alls rúmum 70.000 krónum.
Gillian Haworth, skólastjóri Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar var í opnuviðtali Austurgluggans í síðustu viku. Hún er mikill lífskúnstner og hefur einsett sér að ferðast sem víðast og fá sem mest út úr líðandi stundu.