Fjölsótt í endurnýjaða gufubaðsaðstöðu Eskfirðinga

Í desember síðastliðnum var loks opnuð almenningi að nýju gufubaðsaðstaðan í sundlaug Eskifjarðar og þar inni allt glænýtt eða endurbætt frá grunni. Viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa að sögn rekstrarstjóra.

Lesa meira

Perla saman af krafti fyrir krabbameinssjúka

Ef marka má fyrri slíka viðburði má búast við lífi og fjöri í Nesskóla í Neskaupstað síðdegis á morgun þegar þar fer fram stuðningsátakið Perlað af krafti til stuðnings ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein.

Lesa meira

Ævintýraleg List í ljósi framundan

List í ljósi, listahátíð þar sem endurkomu sólarinnar á Seyðisfirði er fagnað með listaverkum sem lýsa upp bæinn, verður haldin í níunda sinn um helgina. Listaverkin eru fleiri en oft áður.

Lesa meira

Austfirðingur ársins 2023

Sjö tilnefningar eru til nafnbótarinnar Austfirðings ársins 2023. Kosning er hafin og stendur út mánudaginn 5. febrúar.

Lesa meira

Bæta um betur í loppumarkaðnum Fjarðabásum á Reyðarfirði

Berglind Björk Arnfinnsdóttir sem rekur loppumarkaðinn Fjarðabásar í Molanum á Reyðarfirði er hvergi af baki dottin þó rekstrargrundvöllur tveggja annarra slíkra markaða austanlands hafi reynst of þungur undanfarið. Þvert á móti er hún að bæta í.

Lesa meira

Ekki viðeigandi að bílaleiga mælti með brugghúsum

Hertz bílaleigan hefur fjarlægt af vef sínum kynningar um íslensk brugghús eftir ábendingar um að ekki væri viðeigandi að bílaleiga mælti með áfengisdrykkju. Tvö austfirsk brugghús voru á listanum.

Lesa meira

Tók meiraprófið 1962 og er enn að

Hann hefur minnkað vinnu töluvert frá fyrri tíð en hann var um langt skeið kallaður Þrívaktar-Hansi því hann tók glaður að sér allar vaktir sem hugsast gat og það á köflum í heilu sólarhringana. Hann tók meiraprófið fyrir rúmum sextíu árum og er enn að keyra stöku ferðir á rútum og langferðabílum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar