SÚN gefur bókina um snjóflóðin í Neskaupstað

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) gefur um þessar mundir bók af Útkallsbók Óttars Sveinssonar sem fjallar um snjóflóðin í Neskaupstað í desember árið 1974. Minningarstundir verða haldnar á föstudag bæði eystra og í Reykjavík til að minnast atburðanna fyrir 50 árum.

Lesa meira

Jólasýning Sláturhússins um helgina

Þétt dagskrá verður í boði alla helgina í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum en á morgun opnar þar jólasýning miðstöðvarinnar.

Lesa meira

Fagnar stórafmæli með gítartónleikum

Gítarleikarinn og Seyðfirðingurinn Guðlaugur Kristinn Óttarsson fagnar í dag 70 ára afmæli sínu með að spila úrval gítarverka og fjalla um fyrirbrigði, sem hann kallar hulduljós og hefur rannsakað á síðustu árum, á Seyðisfirði í dag.

Lesa meira

Sagan um Fásinnu

Í ár eru 40 ár liðin frá því að Bítillinn fyrrverandi Ringo Starr var heiðursgestur Atlavíkurhátíðar um verslunarmannahelgi. Aðalhlutverk Ringos var að afhenda verðlaun í árlegri hljómsveitarkeppni hátíðarinnar. Hljómsveitin sem vann var Fásinna.

Lesa meira

Anna Heiða í Blómahorninu þakkar fyrir sig

Anna Heiða Gunnarsdóttir hefur í um 20 ár haft umsjón með sumarblómum og öðrum gróðri fyrir Austfirðinga. Frá 2010 hefur hún verið manneskjan á bakvið Blómahornið á Reyðarfirði. Nýir rekstraraðilar hafa nú tekið við.

Lesa meira

Færri söluaðilar komust að en vildu á Jólaköttinn 2024

Illu heilli komust ekki allir þeir kynningar- og söluaðilar að með pláss á stærsta jólamarkaði Austurlands, Jólakettinum, sem fram fer á morgun laugardag. Að þessu sinni er markaðurinn í tveimur byggingum.

Lesa meira

Kvöddu Sumarlínu eftir 18 ár

Óðinn Magnason og Björg Hjelm létu af rekstri Café Sumarlínu á Fáskrúðsfirði í lok sumars eftir að hafa staðið vaktina í um 20 ár. Næsta kynslóð hefur nú tekið við.

Lesa meira

Ungur athafnamaður selur sultu við aðalgötuna

Ungur athafnamaður, Ívar Orri Kristjánsson, hefur undanfarin sumur selt rabarbarasultu úr garði sínum á Djúpavogi, til þeirra sem leið eiga um. Hann er á besta stað í bænum, beint á móti Kjörbúðinni og segist leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn verðbólgunni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar