Jólasýning Sláturhússins um helgina
Þétt dagskrá verður í boði alla helgina í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum en á morgun opnar þar jólasýning miðstöðvarinnar.
Fagnar stórafmæli með gítartónleikum
Gítarleikarinn og Seyðfirðingurinn Guðlaugur Kristinn Óttarsson fagnar í dag 70 ára afmæli sínu með að spila úrval gítarverka og fjalla um fyrirbrigði, sem hann kallar hulduljós og hefur rannsakað á síðustu árum, á Seyðisfirði í dag.Sagan um Fásinnu
Í ár eru 40 ár liðin frá því að Bítillinn fyrrverandi Ringo Starr var heiðursgestur Atlavíkurhátíðar um verslunarmannahelgi. Aðalhlutverk Ringos var að afhenda verðlaun í árlegri hljómsveitarkeppni hátíðarinnar. Hljómsveitin sem vann var Fásinna.Anna Heiða í Blómahorninu þakkar fyrir sig
Anna Heiða Gunnarsdóttir hefur í um 20 ár haft umsjón með sumarblómum og öðrum gróðri fyrir Austfirðinga. Frá 2010 hefur hún verið manneskjan á bakvið Blómahornið á Reyðarfirði. Nýir rekstraraðilar hafa nú tekið við.Merki Vopnafjarðar valið norrænt sveitarfélagsmerki ársins
Norræn áhugamannasamtök um skjaldarmerkjafræði sem árlega kjósa norrænt sveitarfélagsmerki ársins völdu fyrir skemmstu merki Vopnafjarðarhrepps sem merki þessa ársins.
Færri söluaðilar komust að en vildu á Jólaköttinn 2024
Illu heilli komust ekki allir þeir kynningar- og söluaðilar að með pláss á stærsta jólamarkaði Austurlands, Jólakettinum, sem fram fer á morgun laugardag. Að þessu sinni er markaðurinn í tveimur byggingum.