Félagar í Skátafélagið Héraðsbúa gengu í gær fylktu liði í gegnum bæinn í friðargöngu. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið fer í slíka göngu sem er fastur viðburður hjá nokkrum skátafélögum.
Ívar við nemendur í VA: Þú verður að eiga það skilið
Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, heimsótti nemendur Íþróttaakademíu Verkmenntaskóla Austurlands (ÍÞA) í síðustu viku og hélt fyrir þá stutt erindi.Rithöfundalest(ur) á Austurlandi um helgina
Árviss rithöfundalest fer um Austurland helgina. Á ferð verða fjórir höfundar frá Forlaginu með nýjustu verk sín.
Sökkti breski herinn bát úti fyrir Austfjörðum til að drepa íslenskan kommúnista?
Aldrei hefur neitt spurst til mb. Sæbjargar sem fór frá Seyðisfirði í nóvember árið 1942. Um borð var Hallgrímur Hallgrímsson, einn af lykilmönnum íslenskra kommúnista í þá daga. Kenningar eru upp um að breski herinn hafi af ásettu ráði grandað skipinu til að koma Hallgrími fyrir kattarnef.
Yfir tvö hundruð frásagnir í safni
Söfnun í Frásagnasafnið á Seyðisfirði er formlega lokið en sögurnar voru formlega afhentar til varðveislu um helgina við athöfn í menningarmiðstöðinni Skaftfelli. Safnið geymir yfir tvö hundruð frásagnir Seyðfirðinga.
ADHD í Blúskjallaranum í Neskaupstað
Hljómsveitin ADHD verður með tónleika í Blúskjallaranum í Neskaupstað komandi föstudagskvöld. Sveitin spilar einskonar bræðing allskyns tónlistarstefna þótt oftast sé hún kennd við jazz.
Aðventa lesin í Reykjavík og Berlín á sunnudag
Aðventa, sagan um Fjalla-Bensa og svaðilfarir hans á fjöllum vikurnar fyrir jól, sem Gunnar Gunnarsson skrifaði árið 1936 hefur unnið sér sess sem jólasaga hérlendis hin síðari ár. Á hverju ári er hún lesin í Útvarpinu síðustu daga fyrir jól og lestri hennar lokið síðdegis á aðfangadag. Á síðustu árum hefur sá siður jafnframt skotið rótum að lesa skáldsöguna upphátt fyrir gesti víða um land og einnig erlendis.
Nemendur VA í vettvangsferð í Reykjavík
Ellefu nemendur úr uppeldisfræði og hagfræði í Verkmenntaskóla Austurlands héldu í vikunni suður til Reykjavíkur í stutt vettvangsnám. Þeir fjármögnuðu ferðina meðal annars með að selja fyrirlestra í fyrirtæki í Fjarðabyggð.
Jólatónleikar að hætti Mahaliu Jackson
Esther Jökulsdóttir söngkona ásamt hljómsveit standa nú í sjötta sinn fyrir tónleikum þar sem þekktustu jóla- og gospellög hinnar þekktu söngkonu, Mahaliu Jackson, verða flutt. Að þessu sinni verður einnig boðið upp á tónleika á Egilsstöðum, í heimabyggð Estherar.