Dorrit bar stólana
Dorrit Moussaieff, forsetafrú, vakti mikla athygli í upphafi framboðsfundar forsetans Ólafs Ragnars Grímssonar á Egilsstöðum í kvöld þegar hún tók sig til og hjálpaði til við að raða stólum í salinn til að sem flestir gætu sest.
Dorrit Moussaieff, forsetafrú, vakti mikla athygli í upphafi framboðsfundar forsetans Ólafs Ragnars Grímssonar á Egilsstöðum í kvöld þegar hún tók sig til og hjálpaði til við að raða stólum í salinn til að sem flestir gætu sest.
Sextán verðmætir fornbílar voru meðal þess sem Norræna kom með að landi á Seyðisfirði í gærmorgun. Bílarnir standa nú á bílastæði Hótel Héraðs þar sem gestir og gangandi geta virt þá fyrri sér. Bílarnir eru flestir í eigu milljónamæringa sem taka þátt í hinu alþjóðlega L’Impérial Rally sem haldið er á Íslandi að þessu sinni.
Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað, Seyðisfjarðarkaupstaður og Alcoa Fjarðaál efna til samfélagsdags á Austurlandi laugardaginn 26. maí næst komandi. Unnið verður að fjölmörgum sjálfboðaliðaverkefnum í þremur sveitarfélögum og hafa félög og einstaklingar verið hvött til að taka þátt í starfinu.
Flosi Jón Ófeigsson, Eurovision-sérfræðingur Agl.is, skemmti sér fram undir morgun með íslenska hópnum eftir fyrra undanúrslitakvöld keppninnar og fékk einkadans við Jónsa. Hann segir Asera sérlega vingjarnlega við gesti sína.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.