Útikennsla og vettvangsathuganir í Brúarási

Örn Þorleifsson, kennari við Brúarásskóla, bóndi í Húsey á Fljótsdalshéraði og landgræðsluverðlaunahafi, hefur skipulagt vettvangsferð og útikennslu um jarðfræði, landgræðslu og menningu frá Kollumúla í Jökulsárhlíð til Möðrudals, fyrir nemendur Brúarásskóla.

Lesa meira

Ljóð Hákonar kveðin og lesin af húsgöflum

Hátíðarhöldin á 17. júní á Fljótsdalshérað voru með hefðbundnum hætti.  Hluti hátíðarhaldanna var að ljóð Hákonar Aðalsteinssonar voru kveðin og lesin af húsgöflum og veggjum meðan gengið var um götur Egilsstaða.

Lesa meira

Nemendur mættu á frídegi til að klára verkefni

org_torfbaer.jpgNemendur í áttunda bekk Egilsstaðaskóla, sem reistu líkan af torfbæ við Minjasafn Austurlands, unnu við verkið af svo miklu kappi að þau mættu á frídegi til að geta lokið verkinu. Forseti Íslands afhjúpaði líkanið á sunnudaginn.

 

Lesa meira

Sjómannadagshátíðarhöld á Djúpavogi

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Djúpavogi um síðustu helgi að vanda.  Mál manna var að þetta væru fjölmennustu sjómanndagshátíðarhöld þar í mörg herrans ár.

Lesa meira

Messað í Hofteigskirkju um helgina

Messa verður í Hofteigskirkju á Jökuldal sunnudaginn 20. júní og hefst messan kl. 14. Fermd verður Ásta Lilja Snædal frá Skjöldólfsstöðum á Jökuldal. Sóknarpresturinn, Lára G. Oddsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari, organisti er Tryggvi Hermannsson. Allir eru velkomnir til messunnar.

 

Lesa meira

Í lautarferð með Prins póló

Systkinin Þorsteinn Ívan og Mekkín Ann Bjarkabörn brugðu sér í lautarferð á dögunum, snæddu Prins Póló og drukku vatn með.

Lesa meira

,,Þú þekkir hann á bjöllunni"

Sumarboðarnir koma hver eftir annann og nú er Ísbíllinn kominn líka.  Eins og undanfarin sumur mun hann færa ísþyrstum íbúum Austurlands kalt í gogginn á sólbjörtum og heitum sumardögum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar