ME úr leik í Morfís

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum féll nýverið úr leik fyrir liði Verslunarskólans í fyrstu umferð ræðukeppni framhaldsskólanna, Morfís. Sigur Verslunarskólans varð nokkuð stór, 672 stig þar sem ME náði ekki yfir 100 stig. Lið Verslunarskólans var meðal þeirra betri sem sést hafa í fyrstu umferð. Umræðuefnið var alþjóðavæðing og mælti ME á móti henni. 

morfis_verslo_me_0011_vefur.jpg

Lesa meira

Urgur í fólki vegna lokunar bæjarskrifstofu

Mikill titringur hefur verið í Neskaupstað vegna áforma um að loka bæjarskrifstofu þar og flytja starfsemina yfir á Reyðarfjörð um áramót. 11 starfsmenn vinna á skrifstofunni og hafa nokkrir lýst því yfir að þeir muni hætta fremur en að aka daglega á Reyðarfjörð til vinnu. Í einhverjum af þeim tilvikum er um að ræða starfsmenn sem eiga maka sem vinna á Reyðarfirði en börn í leik- og grunnskóla í Neskaupstað.

fjarabygg.jpg

Lesa meira

Ungur nemur – gamall temur

Nemendur í 3.-4. bekk Seyðisfjarðarskóla sýna afrakstur úr ljósmyndaþema í myndmenntakennslu í Bókabúðinni, verkefnarými Skaftfells á Seyðisfirði. Sýningin opnar laugardaginn 12. desember kl. 16 og stendur til 10. janúar 2010.

kodak_cresta.jpg

Lesa meira

Fyrsta einkasýning Sjafnar í sjö ár

Laugardaginn 12. des. kl. 17:00 opnar myndlistarmaðurinn Sjöfn Eggertsdóttir sýningu sína ,,Ein heima" í Sláturhúsinu en þar verða sýnd 6 ný olíumálverk. Allir eru velkomnir á opnun og verða léttar veitingar í boði. Í tilkynningu segir að mikil tilhlökkun ríki og sönn ánægja sé að fá einkasýningu frá Sjöfn, en hún hefur ekki haldið einkasýningu í 7 ár.

sjofn_a_net.jpg

Lesa meira

5% álag á óunninn botnfiskafla til útflutnings

Til að jafna stöðu þeirra sem ljúka vigtun sjávarafla hér á landi og þeirra sem vigta afla sinn erlendis hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ákveðið að frá og með næstu áramótum skuli  botnfiskafli sem fluttur er óunninn á markað erlendis án þess að hafa verið endanlega vigtaður og skráður í aflaskráningarkerfi Fiskistofu reiknaður með 5% álagi til aflamarks.

Lesa meira

Seafood Supply Iceland í fiskframleiðslu á Breiðdalsvík

Sveitarstjórn Breiðdalshrepps hefur samið við fyrirtækið Seafood Supply Iceland, um leigu á tækjabúnaði sem sveitarfélagið á í frystihúsi Breiðdalsvíkur. Samningurinn gildir í hálft ár og er í honum klásúla um að fyrirtækið kaupi tækin að þeim tíma liðnum.

frystihs_breidalsvk.jpg

 

Lesa meira

Lesið úr Aðventu í aðdraganda jóla

Sunnudaginn 13. desember efna Gunnarsstofnun og Rithöfundasamband Íslands öðru sinni til kyrrðarstunda í Gunnarshúsum á Dyngjuvegi 8 í Reykjavík og á Skriðuklaustri með upplestri á Aðventu. Skáldsaga Gunnars Gunnarssonar um Fjalla-Bensa og fylginauta hans, sauðinn Eitil og hundinn Leó, verður þá lesin í heild sinni á báðum stöðum. Lesturinn hefst kl. 13 á Dyngjuvegi 8 og þar mun Jón Hjartarson leikari lesa söguna. Á Skriðuklaustri hefst lesturinn kl. 14 og þar les Þorleifur Hauksson en hann mun einnig lesa Aðventu á Rás 1 fyrir þessi jól.

 

Lesa meira

Mótmæla áformum um breytingar á ráðuneytum landbúnaðar og sjávarútvegs

Stjórn Samtaka ungra bænda fordæmir þær fyrirætlanir forsætisráðherra að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti í núverandi mynd. Í tilkynningu frá samtökunum segir að óæskilegt væri að leggja niður það ráðuneyti sem hefur að gera með málefni þessara tveggja frumframleiðslugreina, þegar einsýnt þykir að á næstu árum verði að leggja mikla áherslu á að tryggja mætvælaöryggi íslensku þjóðarinnar til framtíðar.

lamb-chops.jpg

Lesa meira

Vel sóttur íbúafundur um lokun bæjarskrifstofu

Á vel sóttum íbúafundi sem haldinn var í Neskaupstað á föstudag var bæjarstjórn Fjarðabyggðar afhentur undirskriftalisti þar sem 530 manns mótmæla því að bæjarskrifstofu í Neskaupstað verði lokað um áramót og starfsemi hennar flutt á Reyðarfjörð.

fjarabygg.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar