Grunnskólabörn á Stöðvarfirði tóku vel á móti glæsilegum fornbílunum í gær sem taka þátt í góðaksturkeppni breska bílaklúbbsins HERO. Bílarnir komu síðar um daginn meðal annars við hjá Alcoa á Reyðarfirði og í Shell á Egilsstöðum. Fornbílarnir og gamaldags klæddir bílstjórarnir vöktu að sjálfsögðu verskuldaða athygli hvar sem þeir komu.
Bæjarráð Fjarðabyggðar hafnaði á fundi sínum í gær beiðni starfsmanna leikskóla sveitarfélagsins um viðbótargreiðslur vegna vinnu í matartímum. Í bókun
ráðsins segir að ekki sé rétt að samþykkja greiðslurnar því
kjarasamningar renni út 30. nóvember.
Ekið var á 11 ára gamlan dreng í Fellabæ á fimmta tímanum í dag. Drengurinn var á reiðhjóli. Hann er ekki talinn alvarlega slasaður en var þó fluttur með sjúkraflugi til Akureyrar. Þar mun hann gangast undir ýtarlega rannsókn. Þetta kom fram í svæðisfréttum RÚV í dag.
Ben Hill frá Nýja Sjálandi sem spilaði með Hetti í körfunni á síðasta tímabili er mættur aftur til Egilsstaða. Hann segist ætla að spila með Hattarliðinu í vetur, en um tíma leit út fyrir að hann spilaði með Njarðvíkingum í vetur.