Hreint ágæt berjaspretta þrátt fyrir rysjótta tíð í sumar
Nóg er af aðalbláberjum, bláberjum og krækiberjum víða á Austurlandi þrátt fyrir heldur rysjótta sumartíð og hreint og beint vetrarhret í byrjun júní. Berin ekki ýkja stór en því bragðbetri að sögn „sérfræðings.“