![](/images/stories/news/folk/JonGauti_fjallaleidsogn.jpg)
Kennir Austfirðingum vetrarfjallamennsku: Mikilvægt að fólk þekki grunnatriðin
Jón Gauti Jónsson, einn reyndasti fjallamaður Íslands, kennir grunnatriði í vetrarfjallamennsku í Óbyggðasetri Íslands í Fljótsdal um helgina. Hann segir hugmyndina að baki námskeiðinu vera að fólk kunni að lesa aðstæður og nota þau tæki sem þurfi til að njóta náttúrunnar allt árið.