Kennir Austfirðingum vetrarfjallamennsku: Mikilvægt að fólk þekki grunnatriðin

Jón Gauti Jónsson, einn reyndasti fjallamaður Íslands, kennir grunnatriði í vetrarfjallamennsku í Óbyggðasetri Íslands í Fljótsdal um helgina. Hann segir hugmyndina að baki námskeiðinu vera að fólk kunni að lesa aðstæður og nota þau tæki sem þurfi til að njóta náttúrunnar allt árið.

Lesa meira

Helgin: Leikhús, körfubolti, blak og bretti

Austfirðingar halda í fyrsta skipti Íslandsmót á snjóbrettum en keppt verður í Oddsskarði um helgina. Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum frumsýndi í gærkvöldi leikverkið Eldhús eftir máli.

Lesa meira

Fortitude-gengið komið aftur – Myndir

Leikarar og tökufólk spennuþáttanna Fortitude kom til Egilsstaða með leiguflugi klukkan tvö í dag. Tekið verður upp eystra í mánuðinum og mun það ekki fara framhjá íbúum. Íbúar á Reyðarfirði eru til dæmis beðnir um að slökkva ljósin annað kvöld.

Lesa meira

Austfirðingur í söngvakeppninni: Öskraði og hræddi barnið þegar ég frétti að við værum komnar áfram

Sigríður Eir Zophoníasardóttir frá Hallormsstað verður fulltrúi Austfirðinga í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár en hún er í hljómsveitinni Evu. Hún segir það hafa verið sérstaka stund þegar hún gerði sér grein fyrir að margra ára draumur hennar um að taka þátt í keppninni væri að rætast.

Lesa meira

Bók Smára tilnefnd til verðlauna Hagþenkis

Bók Smára Geirssonar um stórhvalaveiðar við Ísland hefur verið tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis sem síðustu 30 ár hefur veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.