Tökur á kvikmyndinni Bakk hófust í byrjun ágúst og munu standa fram í september. Myndinni er leikstýrt af þeim Gunnari Hanssyni og Davíð Óskari Ólafssyni. Blaðamaður Austurfréttar hitti á leikstjórana og tökulið á meðan á upptökum á myndinni stóð yfir í fellabæ á laugardaginn.
The Cocksuckerband ætla að halda tónleika í Frystiklefanum á föstudagskvöld. Sama kvöld ætlar hljómsveitin að frumsýna nýtt myndband og slá upp partýi að því tilefni.
Þær Natalia S. Björnsdóttir og Hanna Dís Björgólfsdóttir eru 8 ára stelpur frá Stöðvarfirði sem eru sannarlega með hjartað á réttum stað. Þær klipptu 35cm af hári sínu í sumar og gáfu til góðgerðamála í Bretlandi.
Davíð Þór Jónsson er verðandi héraðsprestur í Austurlandsprófastsdæmi. Hann er guðfræðingur að mennt, en undanfarin ár hefur hann þó aðallega starfað sem þýðandi.
Hátt í þrjú þúsund manns sóttu alþjóðlegu myndlistarsýninguna „Rúllandi Snjóbolti/5, Djúpivogur “ en henni lauk föstudaginn 15. ágúst síðastliðinn. Aðsóknin fór fram úr öllum vonum skipuleggjenda.
María Hjálmarsdóttir er verkefnastjóri hjá Austurbrú hefur að undanförnu verið að vinna flott starf við að markaðssetja Egilsstaðaflugvöll til að reyna að fá erlend flugfélög í beint flug. María er í yfirheyrslu þessa vikuna.
Staðbundin innsetning eftir sænsku listakonunna Suzönna Asp verður formlega afhjúpað í garðinum á Hóli gestavinnustofu, Vesturvegi 15, í dag fimmtudaginn kl. 16:00.
Pétur Ármannsson leikstjóri lætur til sín kveða enn einu sinni. Hann gerði góða hluti með verkið Dansaðu fyrir mig sem fjallar um draum föður hans að verða dansari. En nú gerir hann leikverk um langömmu sína sem hann kallar einfaldlega Petra.
Í vikunni hefur hópur tónverkafólks úr ýmsum áttum sótt fræðslu og verið í akkorðsvinnu í Tónafjósi í Eiðaþinghá, sem er tónverkstæði, staðsett í húsakynnum Barnaskólans á Eiðum. Verk og smíðar hópsins verða sýnd almenningi um helgina: