Framleiðandi Fortitude þáttaraðarinnar segir Reyðarfjörð hafa endurspeglað fullkomlega vonir tökuliðsins um umhverfi og samfélag þáttanna. Hann segir fjölda sagna ósagðan og vonast til að geta komið aftur.
Gott útsýni er yfir eldgosið í Holuhrauni af fellunum í kringum Snæfell. Mynd sem staðarhaldari í Laugarfelli tók í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli í dag.
Boðið verður upp á legháls- og brjóstakrabbameinsleit á heilsugæslustöðunum á Egilsstöðum og Eskifirði í september. Krabbameinsfélag Íslands stendur nú fyrir sérstakri herferð til að hvetja konur til að mæta í skoðun.
Tíu frambjóðendur eru til fjögurra sæta í nemendaráði Verkmenntaskóla Austurlands (NIVA) en úrslitin verða kunngjörð í dag. Frambjóðendur settu upp hoppukastala og buðu upp á kandísflos við skólann í vikunni.
Krabbameinsfélög Austfjarða og Austurlands standa fyrir orlofshelgi fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur í Kirkjumiðstöð Austurlands á Eiðum um helgina.
Myndlistasýningin „Þetta vilja börnin sjá" opnar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á morgun. Börn af leikskólum Fljótsdalshéraðs verða sérstakir heiðursgestir á sýningunni.
Leikskólabörn af leikskólanum Tjarnarskógi á Egilsstöðu voru heiðursgestir við opnun listasýningarinnar „Þetta vilja börnin sjá" í Sláturhúsinu í morgun.
Stjórnandi hins danska Circus Baldoni er ánægður með viðtökur austfirska áhorfenda en sirkusinn hefur sýnt tvær sýningar hér á undanfarinni viku. Hann segir það hafa verið draum sinn í rúm tuttugu ár að koma með eigin sirkus til landsins.