Hinn landsþekkti söngvari og leikari Helgi Björnsson fagnar söngafmæli um þessar mundir, en það eru 30 ár síðan fyrsta hljómplatan kom út með þessum ástsæla söngvara.
Hönnunarverkefnið „Austurland: Designs from Nowhere“ er nú til sýnis á hinu virta London Design Festival. Verkefnið er alþjóðlegt samstarfsverkefni og snýst um að rannsaka möguleika til smáframleiðslu á Austurlandi þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi.
Pronails naglaskólinn hefur starfað í höfuðborginni óslitið frá árinu 1999 og á því 15 ára afmæli um þessar mundir. Á þeim tímamótum færir hann út kvíarnar og opnar m.a. útibú á Eskifirði.
Líf og fjör var á hverfahátíð á Seyðisfirði sem haldinn var fyrir skemmstu. Bæjarbúar neyddust þó til að fresta hátíðinni frá laugardegi fram á sunnudag vegna veðurs en það spillti ekki gleðinni og fór hún þá fram í blíðskaparveðri þótt „logið væri heldur að flýta sér um tíma."
Minjavernd hlaut um helgina menningarverðlaun Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), sem veitt voru á aðalfundi sambandsins á Vopnafirði, fyrir endurbyggingu Franska spítalans á Fáskrúðsfirði.
Þann 20. september n.k. lýkur ljósmyndasamkeppni Þokuseturs Íslands um bestu þokumyndina. Samkeppnin hefur verið í gangi síðustu mánuði og hafa fjölmargar myndir borist að sögn Ívars Ingimarssonar, fyrrverandi atvinnumanns í knattspyrnu og eins af aðstandendum þokusetursins.
SkyAtlantic sjónvarpsstöðin frumsýndi fyrstu kynningarmyndböndin fyrir sjónvarpsþáttinn Fortitude á YouTube rás sinni í morgun. Þættirnir eru kynntir undir yfirskriftinni „öruggasti staður á Jörðu."
Leikfélag Fljótsdalshéraðs stendur fyrir opnu húsi, samlestri og kynningu á leikverkinu „Þið munið hann Jörund" á milli klukkan 17 og 19 í Valaskjálf á sunnudag. Það verður sextugasta verkefnið í sögu leikfélagsins.