Rangar upplýsingar um verðlækkun

Verslunin Nesbakki í Neskaupstað hafði samband við vefinn og vildi koma því á framfæri að alrangt væri að 40% afsláttur væri af öllum vöruflokkum verslunarinnar í dag og á morgun, eins og auglýst var fyrir mistök í gær. Hins vegar væri öll dósa- og þurrvara, hverju nafni sem hún nefndist, seld á 85% afslætti, þar sem rýma ætti fyrir nýjum birgðum vegna breytinga. Leiðréttist þetta hér með.

 

 

Svanir á áætlun

Svanurinn Rocky hvíldi sig í gærkvöldi um 30 kílómetra vestur af Glasgow í Skotlandi fyrir fyrirhugaða flugferð til Íslands. Fylgst verður með ferðum Rocky og 49 annarra svana, sem vonir standa til að muni fljúga til Íslands í sumar, með hjálp GPS-tækja á bökum þeirra. Sagt er frá svönunum á vef BBC. Þar kemur fram að bresk fuglaverndarsamtök standi fyrir rannsókninni. Ætlunin er að læra meira um ferðir fuglanna.

svanur.jpg

 

Lesa meira

Þursarnir og Páll Óskar á Bræðslunni

Hinn ízlenski Þursaflokkur og Páll Óskar og hörpuleikarinn Monika Abendroth, ásamt strengjasveit, eru aðalnúmer tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar á Borgarfirði eystri sem haldin verður þar helgina 24. – 26. júlí.

 

Lesa meira

Páskafjör í Oddsskarði

Senn líður að hefðbundinni Tíróla-hátíð í Oddsskarði um páska, en hún stendur dagana 9. til 13. apríl. Forsvarsmenn hátíðarinnar segja upplagt að verja góðum dögum í faðmi Austfirsku Alpanna ásamt fjölskyldu og vinum. Margt skemmtilegt verður að vanda á dagskrá Tíróla-hátíðar í ár og er dagskráin hér meðfylgjandi. Mikill snjór er í Oddsskarði og von á góðu færi eins og svo oft er um páskana og að sjálfsögðu verður sól og blíða á svæðinu.
ski.jpg

Lesa meira

Leikskólinn Lyngholt til fyrirmyndar

Heilsueflingarverkefnið Heil og sæl í vinnunni, sem Lýðheilsustöð og Vinnueftirlitið standa að, veitti á dögunum fjórum fyrirtækjum/skólum viðurkenningu sem fyrirmyndarvinnustaðir, þ.e. Actavis, leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði, Íslandspósti og Snælandsskóla í Kópavogi. leikskolinn_lyngholt.jpg

Lesa meira

Bjarmi í úrvalshóp FRÍ

Bjarmi Hreinsson, sextán ára frjálsíþróttamaður úr Hetti, hefur um helgina æft með úrvalshóp Frjálsíþróttasambands Íslands. Alls eru í úrvals- og afrekshópnum 109 unglingar á aldrinum 15-22 af öllum aldri til æfinga.

 

Lesa meira

Kolmunnaskip á heimleið

Íslensku kolmunnaskipin tíu, sem verið hafa á kolmunnaveiðum á Rockall-svæðinu vestur af Skotlandi, eru á heimleið og eru djúpt suður af landinu þessa stundina. Eftir þrálát óveður, sem komu í veg fyrir veiðar, skánaði veðrið fyrir nokkrum dögum, en síðan þá hefur enginn kolmunni fundist þannig að skipin eru á heimleið.

Lesa meira

Stór flugslysaæfing í haust

Í haust stendur til að halda stóra flugslysaæfingu á Egilsstaðaflugvelli. Um er að ræða almannavarnaæfingu og umfangsmikla dagskrá samhliða, svo sem fyrirlestra og námskeið. Allir viðbragðsaðilar sem skilgreindir eru í flugslysaáætlun fyrir Egilsstaðaflugvöll eru boðaðir til æfingarinnar, sem haldin verður af almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Flugstoðum.

Þróttur í úrslit

Þróttur Neskaupstað tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki þegar liðið sigraði Reykjavík 3-1.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.