Rebekka Karlsdóttir gætir hagsmuna 14 þúsund stúdenta
Rebekka Karlsdóttir hefur gegnt hlutverki forseta stúdentaráðs síðan í maí í fyrra en starfsári hennar sem forseta fer að ljúka. Þar gætir hún hagsmuna 14 þúsund stúdenta og hefur m.a. barist fyrir betri námslánum og lækkun skrásetningargjaldsins.
Flóttafólk frá Úkraínu kynnt fyrir Austurlandi
Austurbrú hefur haldið úti námsleið síðustu mánuði sem nefnist landneminn. Námsleiðin er fyrir flóttafólk frá Úkraínu en náminu lauk á dögunum með ferðalagi nemenda um Austurland.
Flytur heim á Vopnafjörð til að gera gott mót enn betra
Debóra Dögg Jóhannsdóttir er nýr framkvæmdastjóri hinnar þekktu hátíðar Vopnaskaks á Vopnafirði en verkefnið heillar hana svo mikið að hún ætlar sér beinlínis að flytja tímabundið aftur heim til að gera gott mót betra.
Blása skal nýju lífi í Tærgesen á Reyðarfirði
Nýir eigendur tóku við hinu þekkta veitinga- og gistifyrirtæki Tærgesen á Reyðarfirði fyrir réttri viku síðan og vill nýr framkvæmdastjóri blása nýju og fersku lífi í staðinn.
Ekkert Eistnaflug í ár
Þungarokkshátíðin Eistnaflug verður ekki haldin í Neskaupstað í ár. Þetta markar þó ekki endalok hátíðarinnar að sögn skipuleggjenda.Málþing um norræn tungumál
Austurlandsdeild Norræna félagsins á Íslandi efnir til málþings um stöðu norrænu tungumálanna í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í dag undir yfirskriftinni „Til hvers Norðurlandamál?“Uppselt á minningartónleika Ingvars Lundbergs
Um helgina fóru fram minningartónleikar Ingvars Lundbergs í Bæjarbíói. Uppselt var á tónleikana en þar komu fram vinir og fyrrum samstarfsmenn Ingvars. Guðmundur Rafnkell Gíslason, segir tónleikana hafa heppnast vel og að það verði skoðað vel að halda sambærilega tónleika fyrir austan.