Huginn vann sigur í grannaslag gegn Hetti á Vilhjálmsvelli í gærkvöldi. Höttur byrjaði leikinn vel en Huginsmenn komu sér inn í leikinn af krafti og skoruðu tvö mörk áður en flautað var til hálfleiks. Hattarmenn urðu svo manni færri snemma í seinni hálfleik og þegar upp var staðið gátu Hattarmenn einungis þakkað markverði sínum fyrir að tapa leiknum ekki með fleiri mörkum.
Íþróttafélagið Höttur og sveitarfélagið Fljótsdalshérað undirrituðu í morgun viljayfirlýsingu um uppbyggingu íþróttamannvirkja. Hún felur í sér að Höttur tekur að sér að leita tilboða og framkvæmdir við nýtt gólf í íþróttahúsinu og byggingu fimleikhúss með fjármagni frá sveitarfélaginu.
Í gærkvöldi fór fram fyrsti leikur sumarsins á Vilhjálmsvelli, þegar Höttur tók á móti Sindra í C-riðli 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, en Hattarliðið hafði töluverða yfirburði lengst af í leiknum og hefðu átt að landa sínum fyrsta sigri í sumar.
Fjarðabyggð tók á móti Hetti í æsispennandi grannaslag í C-riðli 1. deildar kvenna á Norðfjarðarvelli í gærkvöldi. Fyrir leikinn var Fjarðabyggð í stöðu til þess að lyfta sér upp í annað sæti riðilsins, á meðan að Hattarliðið var við botninn, enn án sigurs í sumar. Hattarstúlkur gerðu sér þó lítið fyrir og unnu leikinn með tveimur mörkum gegn einu.
Helgin gekk misvel hjá austfirsku knattspyrnuliðunum. Austfirsku liðin í 2. deild karla unnu öll sína leiki en karla- og kvennalið Fjarðabyggðar þurftu að sætta sig við töp á heimavelli auk þess sem Einherjamenn töpuðu sex stiga leik í 3. deildinni með minnsta mun.
Spænski sóknarmaðurinn Alvaro Montejo Calleja, sem lék með Huginn á síðustu leiktíð, hefur gengið aftur til liðs við félagið og fékk leikheimild í dag. Þessi félagaskipti ættu að styrkja Seyðfirðinga enn frekar í toppbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu.
Austfirsku knattspyrnuliðin stóðu í ströngu um helgina. Karlalið Fjarðabyggðar náði ekki í stig gegn KA á Akureyri, en kvennaliðið vann hinsvegar góðan sigur gegn Tindastól og kom sér í góða stöðu. Huginn og Leiknir héldu áfram að hala inn stigum í 2. deildinni á meðan að lið Hattar tapaði gegn KV. Einherjamenn gerðu svo jafntefli í miklum markaleik á Vopnafirði.
Alls voru 10 keppendur frá UÍA á Gautaborgarleikunum, alþjóðlegu frjálsíþróttamóti fyrir unglinga sem haldið var fyrr í mánuðinum. Þar af voru níu keppendur frá Hetti og einn frá Leikni. Alls tóku um 4000 unglingar þátt í mótinu og í ár voru íslenskir keppendur rúmlega 100 talsins.
Forsvarsmenn Urriðavatnssunds búa sig undir að taka á móti allt að 100 þátttakendum sem yrði mesti fjöldi í sögu sundsins.Tæpar tvær vikur eru í að það verði haldið í sjötta sinn.