Knattspyrna: Huginsmenn unnu baráttuna á Vilhjálmsvelli og fara á toppinn (í bili)

QM1T5565Huginn vann sigur í grannaslag gegn Hetti á Vilhjálmsvelli í gærkvöldi. Höttur byrjaði leikinn vel en Huginsmenn komu sér inn í leikinn af krafti og skoruðu tvö mörk áður en flautað var til hálfleiks. Hattarmenn urðu svo manni færri snemma í seinni hálfleik og þegar upp var staðið gátu Hattarmenn einungis þakkað markverði sínum fyrir að tapa leiknum ekki með fleiri mörkum.

Lesa meira

Stefna að byggingu fimleikahúss á næstu þremur árum

hottur fherad fimleikahus vilji webÍþróttafélagið Höttur og sveitarfélagið Fljótsdalshérað undirrituðu í morgun viljayfirlýsingu um uppbyggingu íþróttamannvirkja. Hún felur í sér að Höttur tekur að sér að leita tilboða og framkvæmdir við nýtt gólf í íþróttahúsinu og byggingu fimleikhúss með fjármagni frá sveitarfélaginu.

Lesa meira

Knattspyrna: Höttur náði í sinn fyrsta sigur á Norðfirði – Umfjöllun, myndir og viðtöl

QM1T5532Fjarðabyggð tók á móti Hetti í æsispennandi grannaslag í C-riðli 1. deildar kvenna á Norðfjarðarvelli í gærkvöldi. Fyrir leikinn var Fjarðabyggð í stöðu til þess að lyfta sér upp í annað sæti riðilsins, á meðan að Hattarliðið var við botninn, enn án sigurs í sumar. Hattarstúlkur gerðu sér þó lítið fyrir og unnu leikinn með tveimur mörkum gegn einu.

Lesa meira

Knattspyrna: Alvaro Montejo Calleja snýr aftur til Seyðisfjarðar

huginn ir juni14 0083 webSpænski sóknarmaðurinn Alvaro Montejo Calleja, sem lék með Huginn á síðustu leiktíð, hefur gengið aftur til liðs við félagið og fékk leikheimild í dag. Þessi félagaskipti ættu að styrkja Seyðfirðinga enn frekar í toppbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu.

Lesa meira

Knattspyrna: Leiknir og Huginn vinna enn og aftur

QM1T0918Austfirsku knattspyrnuliðin stóðu í ströngu um helgina. Karlalið Fjarðabyggðar náði ekki í stig gegn KA á Akureyri, en kvennaliðið vann hinsvegar góðan sigur gegn Tindastól og kom sér í góða stöðu. Huginn og Leiknir héldu áfram að hala inn stigum í 2. deildinni á meðan að lið Hattar tapaði gegn KV. Einherjamenn gerðu svo jafntefli í miklum markaleik á Vopnafirði.

Lesa meira

Gautaborgarleikar: „Frábært að fá að keppa á svona flottum velli“

IMG 0680Alls voru 10 keppendur frá UÍA á Gautaborgarleikunum, alþjóðlegu frjálsíþróttamóti fyrir unglinga sem haldið var fyrr í mánuðinum. Þar af voru níu keppendur frá Hetti og einn frá Leikni. Alls tóku um 4000 unglingar þátt í mótinu og í ár voru íslenskir keppendur rúmlega 100 talsins.

Lesa meira

Stefnir í metþátttöku í Urriðavatnssundi

urridavatnssund 0049 webForsvarsmenn Urriðavatnssunds búa sig undir að taka á móti allt að 100 þátttakendum sem yrði mesti fjöldi í sögu sundsins.Tæpar tvær vikur eru í að það verði haldið í sjötta sinn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar