Fyrsti leikur Hattar og Fjölnis um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik fer fram í Grafarvogi í kvöld. Þjálfari Hattar er bjartsýnn fyrir leikinn og segir sína leikmenn tilbúna í rimmuna.
Þjálfari körfuknattleikslið Hattar segir liðið aðeins komið hálfa leið að takmarki sínu um að spila í úrvalsdeild á næstu leiktíð eftir að hafa slegið Þór út í undanúrslitum með 79-78 sigri á Egilsstöðum í gærkvöldi. Þjálfari Þórs segir leikaðferð liðsins hafa komið í bakið á því.
Kvennalið Þróttar í blaki hefur leik í undanúrslitum gegn HK í Neskaupstað í kvöld. Þjálfari liðsins segir sjálfstraustið mikið í hópnum eftir tvo sigra um helgina. Karlaliðið lagði Stjörnuna í fyrsta leik í undanúrslitum í gærkvöldi.
Lið Þróttar er komið í úrslit Íslandsmótsins í blaki kvenna eftir að hafa unnið HK 1-3 í seinni leik liðanna í undanúrslitum í gærkvöldi. Þjálfari liðsins segir það hafa spilað einn sinn besta leik í vetur.
Lið Hattar tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum fyrstu deildar karla í körfuknattleik með 79-78 sigri á Þór Akureyri í seinni leik liðanna í undanúrslitum. Þetta er þriðji eins stigs sigur Hattar á Þór í vetur. Leikurinn varð dramatískur í leikslok þegar Höttur snéri leiknum sér í hag og Þórsarar voru æfir út í dómarana í leikslok.
Körfuknattleikslið Hattar getur tryggt sér sæti í úrslitum fyrstu deildar karla í körfuknattleik í kvöld þegar liðið tekur á móti Þór Akureyri í öðrum leik liðanna. Þjálfari Hattar segir liðið vel undirbúið í leikinn.
Þrótti mistókst í gær að tryggja sér sæti í úrslitum Íslandsmóts karla í blaki þegar liðið tapaði 1-3 fyrir Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum í Neskaupstað í gærkvöldi. Oddaleikurinn verður í Garðabæ á mánudag.
Þróttur er kominn yfir í baráttunni við HK í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki eftir 3-2 sigur í æsilegum leik í Neskaupstað í kvöld. Þjálfari Þróttar segist þakklátur fyrir breiddina í leikmannahópnum.
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) stendur annað kvöld fyrir fundi um stefnumótun landsmóta félagsins á Egilsstöðum. Framkvæmdastjóri samtakanna segir markmið fundanna vera að fá sýn grasrótarinnar á framtíð mótanna.