Hreyfivika sem íþróttafélagið Höttur og sveitarfélagið Fljótsdalshérað halda utan um á Héraði í næstu viku hefur hlotið verðlaun sem eitt besta verkefnið í evrópsku „Move Week“ herferðinni. Tekið var eftir samvinnu ólíkra hópa í samfélaginu sem leggjast á eitt til að stuðla að aukinni hreyfingu.
Izudin Daði Dervic, þjálfari Leiknis Fáskrúðsfirði, segir tímabilið hafa verið erfitt hjá hans liði í sumar þar sem hópurinn hafi ekki verið nógu breiður. Eftir frábæra byrjun tóku við meiðsli og bönn þannig að liðið dróst niður í botnbaráttuna.
Lið Þróttar hefja leik í Íslandsmótinu í blaki um helgina. Karlaliðið leikur tvo leiki við HK en kvennaliðið tekur á móti Stjörnunni. Þjálfari kvennaliðsins segir markið sett hátt enda liðið ríkjandi Íslandsmeistari. Hjá karlaliðinu er stefnan sett á að byggja ofan á góðan árangur frá í fyrra þar sem liðið komst í undanúrslit í bæði Íslandsmótinu og bikarkeppninni.
Leikmenn Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar fögnuðu deildarmeistaratitlinum í þriðju deild karla í knattspyrnu ákaft á laugardag. Hlut hópsins tók sig til og hrekkti þjálfarann með þvi að pakka bíl hans inn í plast á meðan síðasta leiknum stóð.
Fjarðabyggð fagnaði í dag meistaratitli í þriðju deild karla í knattspyrnu eftir 1-5 sigur á Leikni á Fáskrúðsfirði í lokaumferðinni. Huginn frá Seyðisfirði fékk 45 stig líkt og Fjarðabyggð en var með lakara markahlutfall.
Höttur fór með sigur af hólmi í Greifamótinu í körfuknattleik sem haldið var á vegum Þórs á Akureyri um síðustu helgi. Þjálfari liðsins segir jákvætt að vinna mótið en það segi fátt fyrir Íslandsmótið sem hefst eftir rúma viku.
Lið Fjarðabyggðar er tilbúið til að vera meðal þeirra bestu í annarri deild karla í knattspyrnu næsta sumar. Þjálfari liðsins segir leikmennina hafa sýnt miklar framfarir í sumar og brugðist vel við tilsögn. Ekki þurfi að styrkja liðið mikið til að komast á ný upp í fyrstu deild.
Liðsmenn Einherja tóku í dag á móti meistaratitli fjórðu deildar eftir 2-0 sigur á Berserkjum í úrslitaleik deildarinnar á Sauðárkróksvelli. Þjálfari liðsins segir öll markmið sumarsins hafa náðst.