Rúmlega níutíu ára aldursmunur var á tveimur skíðafélögum sem skemmtu sér saman í Oddsskarði á laugardag. Mikið hefur verið um að vera á austfirskum skíðasvæðum að undanförnu.
Lið Haustaks vann firmakeppni Bridgesambandsins
Lið Haustaks, skipað þeim Pálma og Guttormi Kristmannssonum, sigraði í firmakeppni Bridgesambands Austurlands sem fram fór í Stöðvarfjarðarskóla um helgina. Sextán fyrirtæki sendu lið til keppni.
Karfa: Við vorum lélegir í 30 mínútur: Myndir
Höttur vann ÍA 90-75 í fyrstu deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum á þriðjudagskvöld. Skagamennirnir, sem eru neðstir í deildinni, voru yfir stóran hluta leiksins en Höttur snéri leiknum sér í vil. Þjálfarinn vill að Hattarliðið spili betur í næstu leikjum.
Íþróttir helgarinnar: Ístöltið á morgun
Ístölt hestamannafélagsins Freyfaxa verður haldið á Móavatni í landi Tjarnarlands í Hjaltastaðaþinghá á morgun. Körfuknattleikslið Hattar heimsækir Reyni í Sandgerði í kvöld. Þá stendur Skotfélag Austurlands fyrir námskeiði í bogfimi um helgina.
Iðkendur innan UÍA ánægðir með starfið
Tæp 90% iðkenda innan aðildarfélaga UÍA í 8. – 10. bekk segja að vanalega sé gaman á æfingum. Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur aukist verulega undanfarin tuttugu ár. Hún skilar bættri líðan ungmennanna.
Karfa: Höttur tekur á móti ÍA í kvöld
Höttur tekur á móti Skagamönnum í 1. deild karla í körfuknattleik í kvöld. Hattarmenn vonast eftir að komast á beinu brautina á ný eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum ársins.
Glíma: Fimm Íslandsmeistaratitlar austur
Fimm keppendur frá UÍA voru krýndir Íslandsmeistarar í sínum flokkum í glímu eftir lokaumferðina í meistaramótaröð Glímusambands Íslands sem glímd var um helgina.
Blak: Fylkir og Stjarnan í heimsókn
Fylkir og Stjarnan koma í heimsókn um helgina til Neskaupstaðar í fyrstu deild karla og kvenna í blaki. Höttur hafði betur gegn Augnabliki í gær í fyrstu deild karla í körfuknattleik.
Blak: Kvennaliðið styrkti stöðu sína á toppnum með sigri á HK: MYNDIR
Kvennalið Þróttar í blaki styrkti stöðu sína á toppi Mikasadeildarinnar með sigri á helstu keppinautum sínum í HK um helgina 3-0. Karlaliðið tapaði hins vegar sínum leik við Kópavogsveldið en liðin mættust í Neskaupstað á laugardag.