Höttur á enn fjarlæga von um að komast upp í 1. deild karla í
knattspyrnu eftir leiki helgarinnar þegar liðið burstaði Hamar 5-0 á
Egilsstöðum. Fyrirliðinn Stefán Þór Eyjólfsson skoraði þrennu, þar af
tvö mörk beint úr aukaspyrnum.
Hemir Þorsteinsson, þjálfari Fjarðabyggðar, viðurkennir að staða liðsins
sé svört eftir 1-3 tap á heimavelli gegn Þrótti Reykjavík í seinustu
viku. Liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar og aðeins eitt mark skilur liðið frá botnliði Njarðvíkur.
Fjarðabyggð og Þór gerðu í kvöld 1-1 jafntefli á Eskifjarðarvelli. Bæði
mörkin komu í fyrri hálfleik. Tvö rauð spjöld bættust við á
Fjarðabyggðarliðið í leikslok.
Atli Geir Sverrisson, Hetti, setti Íslandsmet í sleggjukasti á frjálsíþróttamóti sem UÍA hélt á Vilhjálmsvelli í seinustu viku. Atli Geir kastaði þar 2 kg sleggju 29,93 metra en hann keppir í flokki 11-12 ára. Hann átti sjálfur metið en hann kastaði 27,83 í lok júní.
Fjarðabyggð er komin í fallsæti í 1. deild karla eftir ósigur gegn ÍA um
helgina. Leiknir virðist ætla að fylgja Dalvík/Reyni í úrslitakeppni
þriðju deildar.
Fjarðabyggð festist enn frekar við botn 1. deildar karla í knattspyrnu
eftir 1-2 tap gegn ÍR á Eskifjarðarvelli á föstudagskvöld. Þjálfari
Fjarðabyggðar segir menn ekki komast upp með slíkt kæruleysi og varð
Fjarðabyggð að falli í fallbaráttunni.
Reyðfirðingar eiga sinn fulltrúa í Frakklandshjólreiðunum, Tour de
France. Sá heitir Edvald Boasson Hagen og er reyndar norskur. Hann er
talinn einn efnilegasti hjólreiðamaður veraldar um þessar mundir.
Ættingjar hans hér heima fylgjast með sínum manni.