Skrifað undir samkomulag Fjarðabyggðar og Leiknis

Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði og Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar (KFF) hafa gert með sér samkomulag um að senda sameiginlegt lið til keppni í Íslandsmóti karla næsta sumar. Samkomulag um það var undirritað í dag.

Lesa meira

Austfirðingar í ungmennalandsliðsverkefnum

Íþróttafélagið Höttur á alls þrjá fulltrúa í úrvalshóp Frjálsíþróttasambands Íslands og U-16 ára landsliði kvenna í knattspyrnu. Þróttur á tvo fulltrúa í U-17 ára landsliðunum í blaki.

Lesa meira

Styrktarleikur fyrir fjölskyldu Birnu Bjarkar

Allur ágóði af leik Hattar gegn ÍA í fyrstu deild karla í körfuknattleik í kvöld mun renna til fjölskyldu konu á Egilsstöðum sem lést nýverið eftir baráttu við krabbamein. Sérstakir búningar heimaliðsins verða einnig boðnir upp.

Lesa meira

Körfubolti: 30 stiga sigur á Hamri

Höttur heldur áfram á beinu brautinni í fyrstu deild karla í körfuknattleik. Liðið vann Hamar í Hveragerði á föstudag 68-96.

Lesa meira

Blak: Bæði lið í þriðja sæti

Blaklið Þróttar Neskaupstað eru bæði í þriðja sæti í efstu deildum Íslandsmótsins í blaki eftir fyrstu þrjá leikina. Gæfa þeirra var misjöfn um helgina.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar